Þremur áhugaverðum spurningum verður að vanda svarað í þættinum Líkamanum á Hringbraut í kvöld, en hann verður vikulega á dagskrá stöðvarinnar í vetur og er ætlað að fræða áhorfendur um líkama og sál.
Í fyrsta þættinum, fyrir rétri viku, svöruðu sérfræðingur því til hvað vefjagigt er, af hverju flensan stafar og hvort þungaðar konur megi stunda hvaða íþrótt sem er allt fram að barnsburði, en í kvöld er komið að því að bregðast við allt annars konar spurningum: Óttar Guðmundsson, geðlæknirr ríður á vaðið og veitir svör við því hvað þunglyndi er, þvínæst upplýsir læknirinn Áróra Rós Ingadóttur almenning um hvaða matur fer mannslíkamanum best og loks verður rætt við augnlækninn Jóhannes Kára Kristinsson um ástæður aldurstengdrar fjærsýnar.
Umsjármenn þáttarins eru þau Helga María Guðmundsdóttir og Sigmundur Ernir Rúnarsson, en allar ábendingar áhorfenda um efnistök og verðugar spurningar í anda þáttarins eru vel þegnar á netfangið [email protected].
Líkaminn byrjar klukkan 20:30 í kvöld.