Mogginn er hreint dásamlegur, stundum. Hann segir að þessu sinni: „Ekkert kallar á þingkosningar fyrr en næsta vor annað en yfirgangur og hávaði í stjórnarandstöðunni innan þings og utan.“
Nú er annað hvort minni mínu eða Moggans tekið að hraka. Ég sé fyrir mér tvo karla standa í stiganum í Alþingishúsinu og segja þar, sem og oft síðar, að kosið verði í haust. Það kann að vera misminni. Og minni Moggans sé betra en mitt. Og karlarnir tveir hafi ekki lofað kosningum í haust, að stytta þingið um eitt þingvetur.
Eða þá hitt, að Mogganum þyki loforð ekki svo merkileg. Annar karlanna, eða jafnvel báðir, lofuðu að þjóðin fengi að kjósa um hvort við ættum að halda áfram að semja við Evrópusambandið um aðild eða ekki aðild.
En sviku og kannski ætlast Mogginn til að þeirri háttsemi verði framhaldið.
Sigurjón M. Egilsson.