Heilsugæslan annað kvöld: járnbirgðir og eftirlit á meðgöngu

Í næsta þætti af Heilsugæslunni ætlum við að fræðast um járnbirgðir og tengsl þeirra við blóðleysi. Einnig fræðumst við um nýjar bólusetningar og eftirlit hjá barnshafandi konum.

Við förum síðan í heimsókn í mæðraverndina á Heilsugæslunni Hamraborg, þar fylgjumst við með ljósmóðurinni Karitas að störfum þegar Margrét Hörn kemur í skoðun en hún er komin 39 vikur á leið með fyrsta barn.

Ljósmóðirin Anna Eðvaldsdóttir gefur okkur síðan heilsuráð.

Gestir þáttarins eru Ragnheiður Bachmann ljósmóðir og Einar Þór Þórarinsson læknir.