Heilsa: hreint mataræði skiptir sköpum

Athafnakonan og heilsuráðgjafinn Guðrún Bergmann segir að eftir að hún breytti lífsvenjum sínum og byrjaði að neyta hreins mataræði hafi heilsa hennar og dagleg líðan farið úrr falleinkuninni 1-2 yfir í 9-10.

í neytendaþættinum Heimilið á Hringbraut í kvöld þar sem fjallað er um rekstur, viðhald og sparsemi heimilisins og húsráð gefin af öllu tagi mætir Guðrún ´æasamt stöllu sinni Evu Þórdísi Ebenezersdóttur til að ræða umskiptin frá því að setja nánast hvaða russl sem er ofan í sig og velja fremur hreint mataræði, en Eva Þórdís sem skipti um lífsstíl fyrr á þessu ári lýsir því svo að ekki einasta hafi líkamslykt hennar breyst og minnkað heldur hafi kílóin byrjað að hrynja af henni við það eytt að sleppa þeim efnum sem leika þarmaflóruna verst; laktósa, glúten og hvítum sykri.

Í viðtalinu segir Guðrún frá tilurð nýrrar bókar sinnar um hreint mataræði, þar sem er að finna fjölda girnilegra uppskrifta að heilsusamlegum og bragðgóðum mat af öllu tagi, en hún efnir til leiks í tilefni af útgáfu bókarinnar þar sem heppnir geta ekki aaðeins eignast eintaak af bókinni heldur og unnið blandara og aðgang að heilsunámskeiði á vegum hennar og Evu Þórdísar.

Viðtalið og slóðina á leikinn má sjá hér á vef stöðvarinnar:

Hér kemur svo uppskriftin að glútenlausa brauðinu sem bragðað er á í innslaginu að ofan, en það heitir auðvitað héðan í frá ekkert annað en HRINGBRAUTAR brauðið hér eftir: sjá uppskrift HÉR.