Að eignast barn eftir fertugt

Það verður víða komið við í MAN-lífsstílsþætti á Hringbraut í kvöld, en þar verður meðal annars talað um hlutskipti kvenna sem eignast börn eftir fertugt eins og á við í tilviki Þórunnar Högnadóttur og Eddu Valtýsdóttur sem báðar eignuðust börn á fimmtugsaldri en þær verða gestir Bjarkar og Auðar í kvöld.

Af öðrum toga er viðtal þeirra stallsystra við Unni Magnúsdóttur frá Dale Carnegie sem ræðir hvernig við getum verið ósammála á jákvæðan hátt, en Unnur er einn af fastagestum þáttarins sem fjallar öðru fremur um mannrækt og aukin lífsgæði.

Þá mun Edda Friðfinnsdóttir frá Gleraugnaversluninni Eyesland kynna gleraugnatískuna fyrir áhorfendum þáttarins og Valgerður Halldórsdóttir frá Stjúptengslum ræðir hvernig best sé að undirbúa nýja sambúð með börn úr fyrri samböndum.

Svo er hugað að hreyfingu og mat eins og jafnan áður í þessum vinsælu þáttum Hringbrautar sem eru frumsýndir öll miðvikudagskvöld klukkan 20:00.