Þrífið kælitæki með matarsóda

Þegar sá gállinn er á manni að þrífa kælitækin á heimilinu er ágætt að byrja ða því að henda öllum gömlum afgöngum, skemmdu grænmeti og því sem komið er fram yfir síðasta neysludag.

Sama er með frystikistur og skápa, henda þarf því sem lent hefur neðst og er lítt girnilegt í matseld eða í annað. Ekki nota sterk hreinsiefni, matarsódi út í volgt vatn er ágætiskostur til að þvo að innan í kæli- og frystiskápa. Þegar frystiskápar og frystikistur eru afþíddir er gott að setja gamalt handklæði í botninn eða annað sem dregur í sig mikinn raka.

Setja skál eða fat með heitu vatni neðst í frystikistuna eða skápinn, það flýtir fyrir afþíðingu. Hægt er að nota hárblásara til að flýta fyrir, gæta þarf að því að blása aðeins á málmfleti. Ef þrálát lykt er úr kæliskáp getur sítrónuvatn í skál leyst vandan.

Ef notað er sápuvatn til að þrífa kæliskáp, verður að skola vel og þurrka á eftir. Sápan getur skilið eftir sig lykt sem sest í matvæli. Efnið Rodalon (fæst í apótekum) sótthreinsar og eyðir vondri lykt. Munið að fara eftir leiðbeiningum með notkun. Ediks- eða sítrónublandað vatn í skál, sem látin standa í kæliskáp, eyðir líka vondri lykt.

Heimild: Ráðgjafarstofa heimilanna.