Veiðileyfagjald 97% af ebitda framlegð

Flestir virðast sammála um að sjávarútvegurinn eigi að greiða hóflegt veiðileyfagjald. En hvað er hóflegt veiðileyfagjald? Svo virðist sem kerfið sem við notum sé alveg meingallað. Tökum dæmi frá sjávarútvegsfyrirtæki í bolfiskvinnslu í norðvesturkjördæmi: 

Árið 2015 var veiðigjaldið 13 kr. kg. af slægðum þorski, en  afsláttur vegna skuldsetninga lækkaði það í 6,5 kr. kg. Núna þremur árum síðar á þessu ári er veiðigjaldið orðið fjórfalt hærra, bæði var afsláttur felldur niður 1. sept. sl. og gjaldið hækkaði í 27 kr. kg. 

Ef við miðum við aflaverðmæti 200 kr. kg fyrir þorsk og 25% EBITDA framlegð þá eru það 50 kr. kg. eða 11% af veiðigjaldinu fyrir árið 2015. 

Árið 2018 þá er aflaverðmæti nánast óbreytt eða 200 kr. kg en EBITDA er áætluð um 14% eða 28 kr. kg, aðallega vegna lækkandi hráefnisverðs að mestu tengt styrkingu krónunnar, hækkun á veiðigjaldi, hækkun olíukostnaði og nýjum kjarasamningum við sjómenn. Þannig er veiðigjaldið 97% af EBITDA framlegðfyrirtækisins.

Það er alveg ljóst að þessi gjalfdtaka mun bitna verst á landsbyggðinni og útiloka allar nýjar fjárfestingar í greininni sem aftur mun hafa neikvæð áhrif á allan sjávarklasann.