Fyrsti dagur vetrar er í dag

Í dag er fyrsti vetrardagur; laugardagurinn að lokinni 26. viku sumars og um leið fyrsti dagur vetrarmánaðarins Gormánaðar. Hinn fyrsti vetrardagur er einnig nefndur vetrarkoma. Það má með sanni segja að dagurinn beri nafn með rentu í dag en víða um land er kalt, snjókoma og él.

Hver árstíð hefur sinn sjarma og margir fagna vetrinum þar sem árstíðinni fylgir kósitímabil á heimilinum.  Tími kertanna, tíminn til að kveikja upp í arninum og eiga huggulegar samverustundir með fjölskyldunni. Matarvenjur breytast, lestur bóka eykst gjarnan á þessum tíma og svo er það undirbúningur jólanna. Allt hefur þetta sinn sjarma og gefur lífinu gildi. Gleðilegan vetrardag.