Fyrir kaupendur fasteigna er ástandsskoðun á fasteigninni mjög skynsamleg fjárfesting

Ein dýrasta fjárfesting sem flestir einstaklingar og fjölskyldur fara út í á lífsleiðinni er að kaupa fasteign. Það er margt sem ber að hafa í huga þegar fjárfest er í fasteign og meðal þess sem brýnt er að gera er að láta ástandsskoða fasteignina. 

Sjöfn heimsækir Reynir Kristinsson hjá Fasteignaskoðun og fer yfir mikilvægi þess að við látum ástandsskoða fasteign sem við höfum hug á að fjárfesta í og hvernig ástandsskoðun fer fram. 

Ástandskoðun er mjög mikilvæg í nútíma þjóðfélagi vegna þeirra fjölmörgu þátta sem geta komið upp við sölu, kaup, leigu og hvaðeina. Meira um þetta í þættinum í kvöld.

Þátturinn Fasteignir og heimili er á dagskrá öll mánudagskvöld kl. 20:30 og kl.22.30 á Hringbraut - og jafnan ferskur, fjölbreyttur og með persónulegum blæ.