Allir sem hafa setið í stjórnum húsfélaga vita að störf stjórnarmanna eru krefjandi og vanmetin – við getum einfaldað þetta til muna

Sjöfn Þórðar heimsækir fyrirtækið Eignaumsjón í þættinum í kvöld sem er fyrsta fyrirtæki sinnar tegundar sem sérhæfir sig í rekstri fjöleignahúsa, húsfélaga og rekstrarfélaga hér á landi.  Eignaumsjón er brautryðjandi í þessari þjónustu sem fer ört vaxandi dag frá degi.  Sjöfn hittir þau Pál Ármann og Ágústu Katrínu og fær innsýn í starfsemi fyrirtæksins og hvað felst í þeirri þjónustu sem er í boði fyrir húseigendur.  „Allir sem hafa setið í stjórnum húsfélaga vita að störf stjórnarmanna eru krefjandi og oft vanmetin hvað varðar vinnuframlag, umfang og ábyrgð. Eignaumsjón hefur meðal annars sérhæft sig í rekstri húsfélaga og býr yfir mikilli sérþekkingu á þessu sviði,“ segir Páll og leggur jafnframt áherslu á að fyrirtækið leggið mikið upp úr því að veita góða þjónustu og lipurð í samskiptum.  Meira um þetta í þættinum í kvöld.

Þátturinn Fasteignir & Heimili verður á dagskrá í kvöld klukkan 20.30 og aftur klukkan 22.30.