Hvað segja tærnar um persónuleikan þinn? (15 atriði)

Það hafa eiginlega allir pælt í tánnum sínum einhvern tíman. Oft er það meira að segja þannig að eitthvað við tærnar fer í taugarnar á manni. Stundum hafa vinir eða vinkonur legið með tærnar hlið við hlið og fengið hláturskast yfir því hversu ólíkar þær eru en ætli mismunandi tær og fætur þýði eitthvað?

Já, samkvæmt kínverskri speki, segja tærnar nefnilega heilmikið um okkur. Það sama á við um þurra fætur eða líkþorn, því þessi aldagamla speki segir það vísbendingar um eitthvað miklu meira en eingöngu það að panta sér tíma í fótsnyrtingu.

Nú er um að gera að renna yfir listan hér að neðan og finna þau einkenni sem þú kannast við.

1. Breiðir fætur. Þú ert mjög duglegur einstaklingur og eflaust alltaf upptekin/n við eitthvað. Breiðir fætur endurspegla reyndar ekki aðeins dugnað, heldur er það vísbending um að sá hinn sami eigi jafnvel erfitt með að slaka á og vera í ró.

\"\"

2. Mjóir fætur. Þú elskar allt sem fagurt er og það sem flokkast undir að vera fíngert eða fallegt, er eitthvað sem fer ekki framhjá þér. Þú átt auðvelt með að úthluta öðrum verkefnum, sama hver þau eru (jafnvel bara að fá annan til að láta renna í baðið fyrir þig).

 \"\"

3. Stóra tá. Ef stóra táin þín er töluvert stærri en hinar, ertu einstaklingur sem ert með mjög ríkt hugmyndarflug og skapandi. Ef stóra táin er frekar lítil og ekkert svo mikið stærri en hinar tærnar, ertu mikil félagsvera og átt auðvelt með að gera margt í einu (,,multitask”).

\"\" 

4. Tá nr.2. Það hversu löng þessi tá er, segir til um hversu sterkur leiðtogi þú ert. Því lengri, því sterkari leiðtogi. Ef þessi tá er í rauninni lengri en stóra táin er það sagt um konur, að þær ráði algerlega yfir eiginmönnum sínum.

\"\"

 5. Tá nr.3. Þessi tá segir allt um hversu staðfastur einstaklingur þú ert. Ef hún er löng, ertu með mikinn sjálfsaga og leggur ríka áherslu á að ná markmiðum þínum. Ef þessi tá er hins vegar ekki löng, ertu einstaklingur sem ert ekkert að hafa of miklar áhyggjur af lífinu og leyfir því bara að flæða.

 \"\"

6. Tá nr.4. Nú er komið að því að túlka sambönd, hvort sem er við fjölskylduna eða þá sem þú elskar mest. Því lengri og beinni sem þessi tá er, því meiri áhersla hjá þér á fjölskylduna. Ef þessi tá er svolítið bogin, er það merki um að fjölskyldan er ekkert endilega alltaf í fyrsta sæti hjá þér.

 \"\"

7. Litla táin. Þeir sem eru ekki með stóra litlu tá, eru hláturmildir einstaklingar. Þótt þeir geti tekist á við ábyrgð og skyldur, er alltaf stutt í hláturinn og gleðina. Það er því sagt að því minni sem litla táin er, því styttra er í barnið sem býr innra með þér.

\"\" 

8. Ilin. Það hversu bogin eða flöt ilin á þér segir svolítið um þig sjálfa/n. Ef ilin er ekki alveg flöt, áttu auðvelt með einveru og það nægir þér alveg að vera með sjálfum þér. Ef ilin er flöt, ertu hins vegar einstaklingur sem þrífst betur innan um annað fólk og átt erfitt með einveru.

 \"\"

9. Þurr húð. Það þekkja margir þurra húð og þurrkubletti á ilinni, sem samkvæmt kínverskri speki þýðir einfaldlega að þú þarft að hugsa oftar og betur um sjálfan þig.

 \"\"

10. Líkþorn. Samkvæmt kínversku spekinni, þarftu að rétta betur úr þér því þú ert ekki að beita líkamanum rétt. Bakið á að vera beint og þú þarft að passa uppá að álagið á líkamanum sé rétt frá öxlum niður í tær (ekki vera hokin/n).

\"\"

11. Bognar tær. Þú þarft ekkert að skammast þín fyrir bognar tær, sérstaklega ef það á við um litlu tá og tá nr.4. Ef litla táin er svolítið bogin, þýðir það einfaldlega að þú ert svolítið sérstakur einstaklingur, já þú ert hreinlega ekki eins og allir aðrir. Og ef tá nr.4 er svolítið bogin, er það merki um að þér gengur frekar vel í lífinu og átt auðvelt með að lesa í annað fólk.

 \"\"

12. Samvaxnar tær. Ekki skammast þín fyrir þetta því samvaxnar tær eru sagðar endurspegla mikla greind. Ef það eru tær nr.2 og 3 sem eru samvaxnar, þýðir það að mestu máli skiptir fyrir þig að ganga vel í lífi og starfi, á því byggir þitt eigið sjálfsmat.

\"\" 

13. Liðleiki táa. Ef tærnar og fæturnar eru sveigjanlegar og liðugar þýðir það að þú ert frekar víðsýnn og opinn einstaklingur. Stífar og stirðar tær þýðir þröngsýni.

 \"\"

14. Bilið á milli táa. Ef það er bil á milli stóru táar og táar nr.2, þýðir það að þú ert frekar hvatvís og fljótfær einstaklingur. Bil á milli táar nr.2 og 3 er hins vegar andstæðan: þú lætur rökhugsun frekar en tilfinningar stýra því hvað þú gerir og segir.

 \"\"

15. Mikill þurrkur á hæl. Ef þú ert með mikinn þurrk á hæl, þýðir það að þú ert ekki alveg viss um á hvaða leið þú ert í lífinu, hvort þú sért að breyta rétt eða hvað þú eigir að gera í framtíðinni.

\"\"

Zetan er í eigu Spyr.is, samstarfsaðila Hringbrautar. Þú sendir spurningar og sérð svörin á spyr.is en fréttir og annað efni á hringbraut.is. Fylgstu líka með fjölbreyttri innlendri sjónvarpdagskrá Hringbrautar öll kvöld vikunnar: rás 7 hjá Símanum og rás 25 hjá Vodafone. Við erum málefnaleg, fróðleg, lífleg og ókeypis!