Heimili
Þriðjudagur 5. júlí 2022
Forsíða

Maðurinn bak við Rub 23 á Akureyri

Rub 23 er rótgróinn veitingastaður á Akureyri og er þekktur fyrir sjávarfang og sushi. Staðurinn var opnaður í júní 2008 við Kaupvangsstræti 23 á Akureyri. Í mars 2010 flutti staðurinn í stærra og hentugra húsnæði við Kaupvangsstræti 6, í hjarta bæjarins.

Forsíða

Nýr matseðill með sumarlegu ívafi úr matarkistu Norðurlands

Í þættinum Matur og heimili í kvöld heimsækir Sjöfn Þórðar veitingastaðinn Aurora sem staðsettur er á Icelandair hótelinu á Akureyri þar sem bæði er boðið upp á sæti innan og utandyra.

Þriðjudagur 28. júní 2022
Forsíða

Einstaklega fallegt listamanns heimili með stórfenglegu útsýni

Í þættinum Matur og Heimili í kvöld heimsækir Sjöfn Þórðar listrænt heimili og vinnustofu Margrétar Jónsdóttur leirlistakonu en Margrét býr og starfar á Akureyri. Húsið sem hún býr í er teiknað af föður hennar fyrir aðra fjölskyldu en fyrir liðlega tíu árum var Margrét svo heppin að eignast það. Húsið stendur á fallegum stað á hæðinni þar sem útsýnið er stórfenglegt til allra átta.

Forsíða

Freyðandi kokteilar og nýr glóðvolgur sælkeramatseðill á Múlabergi

Á sumrin iðar Akureyri mannlífi og veitingahúsaflóran blómstrar. Í byrjun mánaðarins var nýr matseðill kynntur á veitingastaðnum Múlabergi á Hótel KEA á Akureyri sem sló heldur betur í gegn þar sem freyðandi kokteilar og ljúffengur matseðill eru í forgrunni. Í þættinum Matur og heimili í kvöld heimsækir Sjöfn Þórðar tvo af eigendum og rekstraraðila Múlabergs, Ingibjörgu Bragadóttur veitingastjóra og Hlyn Halldórsson yfirkokk og fær innsýn sérstöðu þeirra í matargerðinni og því sem koma skal í sumar.

Þriðjudagur 21. júní 2022
Forsíða

Ævintýraleg upplifun á Hauganesi sem á sér enga líka

Sjöfn Þórðar í þættinum Matur og Heimili verður á faraldsfæti í kvöld en þá leggur Sjöfn leið sína norður á Hauganes í Eyjafirði og heimsækir fyrirtækið Ektafisk og veitingastaðinn Baccalá Bar sem er í eigu Elvars Reykjalín sem er réttnefndur saltfiskkóngur Íslands.

Þriðjudagur 14. júní 2022
Forsíða

Smíðaði og hannaði sitt eigið útieldstæði

Hjónin Laufey Þóra Friðriksdóttir og Ómar Már Jónsson búa í Seljahverfinu í grónu og friðsælu hverfi þar sem mikil veðursæld ríkir. Þau ákváðu að láta drauminn rætast og hönnuðu og byggðu draumapallinn sinn sem hægt er að njóta allan ársins hring. Sjöfn heimsækir hjónin á pallinn í þættinum Matur og heimili í kvöld sem er hinn glæsilegasti og hefur stækkað heimili þeirra til muna.

Forsíða

Kaffi Sumarlína hýsir líka stuðningsmannaklúbb

Á Fáskrúðsfirði í fallegu húsi skammt frá sjónum við fjörðinn á glæsilegum útsýnisstað er veitingastaðurinn og kaffihúsið Kaffi Sumarlína. Kaffi Sumarlína hefur notið mikilla vinsælda heimamanna sem og ferðamanna. Hjónin Óðinn Magnason og Björg Hjelm eiga og reka Kaffi Sumarlínu og standa vaktina nánast daglega.

Þriðjudagur 7. júní 2022
Forsíða

Guðdómlegur heimalagaður morgunverður á Ásum

Steinsnar frá Akureyri reka hjónin Hrefna Laufey Ingólfsdóttir og Árni Sigurðsson húsasmíðameistari gistiheimilið Ása. Gistiheimilið Ásar er staðsett á fallegum stað í Eyjafirðinum um það bil 10 kílómetra fjarlægð frá Akureyri þar sem mikil veðursæld ríkir.

Forsíða

Skógarböðin skarta stórfenglegu útsýni yfir Eyjafjörðinn

Á dögunum opnuðu Skógarböðin sem eru steinsnar frá Akureyri sem margir hafa beðið með mikilli eftirvæntingu. Lónið er staðsett, líkt og nafnið gefur að kynna, í skógi innan um stór og mikil tré.