Pistlar
Þriðjudagur 26. nóvember 2019
Aníta Estíva skrifar

Engar breytingar nema forsætisráðherra skipti um skoðun eða þjóðin skipti um forsætisráðherra

Ríkisstjórnarflokkarnir eru sammála um að opna ekki fyrir umræðu um stærstu spurninguna sem Samherjamálið kveikti. Það er spurningin um eðlilegt gjald fyrir aðgang að auðlindinni. Eðli máls samkvæmt er það útfært í almennum lögum.
Sunnudagur 24. nóvember 2019
Hringbraut skrifar

Yfirráðasvæði dómarans

Nú hafa bæði héraðsdómur og Landsréttur sýknað mig af meiðyrðakröfum hæstaréttardómarans Benedikts Bogasonar. Þá birtist það sem alltaf hefur áreiðanlega staðið til. Hann ætlar að ná málinu inn á yfirráðasvæði sitt við Hæstarétt. Lögmaður hans hefur sagt opinberlega að nú verði sótt um áfrýjunarleyfi þangað.
Laugardagur 23. nóvember 2019
Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson skrifar

Vöndum meir orðræðuna

Nú er mikið talað um spillingu á Íslandi. Réttilega eru mútur og spilling sögð alþjóðleg óværa sem hindri framþróun, ýti undir fátækt og stuðli að óréttlæti. Það dragi úr trausti sem undirstöðu frjálsra viðskipta.
Hringbraut skrifar

Fréttastofa rúv ekki farsæll uppljóstrari

Vinir mínir á fréttastofu RÚV hafa verið iðnir við það seinustu ár að upplýsa landsmenn um lögbrot í íslensku samfélagi, sem engum var kunnugt um fyrir. Minnisstæðustu lögbrotin eru vopnaflug Atlanta til Saudi Arabíu, mansalið á kínverskum veitingastað á Akureyri og svo gjaldeyrisbrot Samherja að ógleymdum skattalagabrotum ráðamanna tengdum Vafningi og Wintris. Að vísu hefur fréttastofa RÚV ekki verið farsæll uppljóstrari og reyndust þessi mál á sandi byggð. Bundnar eru þó talsverðar vonir við að nýjustu uppljóstranir um skattalagabrot, peningaþvætti og mútur eigi einhverja stoð í raunveruleikanum.
Föstudagur 22. nóvember 2019
Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson skrifar

Ekki liðið að fyrirtæki reki sig á undirboðum

Tvisvar í mánuði hittist miðstjórn ASÍ og fer yfir málin og tekur ákvarðanir. Síðastliðinn miðvikudag var eðli málsins samkvæmt rætt mikið um Samherjamálið og ályktaði miðstjórn af því tilefni auk þess sem ákveðið var að kaupa útvarpsauglýsingar þar sem fólk er hvatt til að láta í sér heyra gegn spillingu og arðráni. Fjöldi annarra mála voru rædd og ljóst að verkefnin framundan eru stór og smá, hér vil ég ræða tvö þeirra.
Aníta Estíva skrifar

„heiladauði“ – nato – evrópa - ísland

Tímaritið Economist birti á dögunum viðtal við Macron forseta Frakklands þar sem hann lýsti heiladauða NATO. Hann tók stórt upp í sig eins og Trump forseti Bandaríkjanna gerði, þegar hann fullyrti í kosningabaráttu sinni að NATO væri úrelt.
Fimmtudagur 21. nóvember 2019
Hringbraut skrifar

Berist sem allra víðast

Haldiði ekki að ég hafi brugðið mér til Grænlands daginn sem Samherjamálið kom upp. Ég á vini í Namibíu, og um leið og ég komst í netsamband sendi ég þeim orðsendingu og bað þá afsökunar á framferði landa minna. Ég fékk elskuleg svör: Við vitum að Íslendingar eru gott fólk. Og síðan orðrétt:
Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson skrifar

Samstarfið

Þegar stofnað var til núverandi ríkisstjórnarsamstarfs voru ekki aðrir skynsamlegri kostir í boði. Vitað var að þetta samstarf yrði áhættusamt fyrir Vinstri græna en flokksmenn bitu á jaxlinn. Þeim fannst ýmislegt á sig leggjandi til að formaður þeirra yrði forsætisráðherra og Katrín Jakobsdóttir hefur staðið sig með mikilli prýði í því embætti. Það er þó orðið deginum ljósara að þessi ríkisstjórn er einnota. Henni verður kastað í næstu kosningum. Þetta hljóta Vinstri grænir að vita og helsta áhyggjuefni þeirra hlýtur að vera hversu mikið þetta ríkisstjórnarsamstarf hefur skaðað þá.
Þriðjudagur 19. nóvember 2019
Aníta Estíva skrifar

Ríkisstjórnin skilur enn ekki til fulls það sem skrifað er á vegginn

Fyrstu viðbrögð formanna Sjálfstæðisflokks og VG við Samherjamálinu voru þau að ekki ætti að ræða önnur álitaefni en þau sem saksóknari og skattrannsóknarstjóri fá til meðferðar. Fjármálaráðherra færði fram þau rök fyrir þessari skoðun að engin efni stæðu til þess að taka til umræðu reglur sem tengdar eru fiskveiðistjórnun af því að háttsemi eigenda og stjórnenda Samherja hafi ekki verið fiskveiðistjórnunarkerfinu að kenna.