Pistlar
Sunnudagur 3. nóvember 2019
Hringbraut skrifar

Kunnuglegt, ekki satt?

Áður en lengra er haldið skulum við horfa á þetta stutta myndskeið hér fyrir neðan. Það tekur enga stund. Síðan skulum við halda áfram:
Laugardagur 2. nóvember 2019
Hringbraut skrifar

Umhverfis- og mannréttindafélagið heimdallur

Þekkt er að fólk stofni frjáls félög um sín pólitísku áhugamál og ekkert við það að athuga. Eitt slíkt félag er Mannréttindaskrifstofa Íslands, hvorki meira né minna. Er samt alltaf jafnhissa á því hvað stjórnmálamönnum finnst eðlilegt að fjármagna starfsemi slíkra félaga úr hendi skattgreiðenda.
Hringbraut skrifar

Sameinaður eyjafjörður

Íbúar fjögurra sveitarfélaga á Austurlandi kusu nýverið að sameina sveitarfélögin. Niðurstaðan var afgerandi og þátttaka góð. Þetta er ánægjulegt fyrir margra hluta sakir.
Fimmtudagur 31. október 2019
Aníta Estíva skrifar

Átta ár af svikum, fimm forsætisráðherrar og ein stjórnarskrá

Jóhanna Sigurðardóttir fyrrum forsætisráðherra sagði nýlega í Fréttablaðsgrein að þjóðin hefði verið svikin af stjórnvöldum um nýja stjórnarskrá í sjö ár. Greinin var skrifuð í tilefni af sjö ára afmæli þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnarskrármálið.
Hringbraut skrifar

Finnst hann ekki eiga það skilið

Í dag eru 28 ár frá því að nánasti samferðarmaður minn birtist, gerði sig heimakominn og hefur neitað að yfirgefa svæðið frá þeirri stundu. 28 ár frá því að við hittumst á horni Grensásvegar og Miklubrautar og hann límdi sig við mig, þó ég hafi gert allt sem í mínu valdi stendur til að stinga hann af.
Hringbraut skrifar

Þetta er ekki slæm arfleifð eða hvað?

Þegar ég var umhverfisráðherra stríddi íhaldið mér á þvi að ég hefði náð þeim stórkostlega árangri að láta gera klósett á Hornströndum.
Miðvikudagur 30. október 2019
Hringbraut skrifar

Jæja, agnes, nú er þetta orðið gott: kominn tími til að biðjast fyrirgefningar

Árið er 2015 og þú situr inni á skrifstofunni þinni á Biskupsstofu. Þið eruð þrjú saman.Þú, séra Þórir Stephensen, fyrrverandi dómkirkjuprestur og barnaníðingur og síðan þolandi Þóris, sem situr með ykkur á ykkar heimili. Þú veist að Þórir braut kynferðislega, með endurteknum og grófum hætti, á konunni þegar hún var aðeins 10 ára. Þið eruð að halda sáttafund.
Hringbraut skrifar

Hvernig ég vann bug á lötum skjaldkirtli

Júlía Magnúsdóttir er heilsumarkþjálfi, kokkur og bókahöfundur, auk þess sem hún heldur úti heimasíðunni lifdutilfulls.is þar sem hún deilir uppskriftum og ráðum sem styðja við aukna orku og vellíðan. Sem fyrrum sykurfíkill og sælkeri hefur Júlía góða reynslu af því hvernig best er að losa sig við sykurfíkn. Bragðgóður matur og einfaldleiki eru ávallt í fyrirrúmi hjá henni! Hér deilir hún með okkur hvernig hún vann bug á lötum skjaldkirtli.
Sunnudagur 27. október 2019
Hringbraut skrifar

Hættulegt lýðræðinu og réttarríkinu

Mikil umræða hefur skapast um þá ákvörðun Íslandsbanka að eiga ekki viðskipti við „karllæg“ fyrirtæki og fjölmiðla, nema þegar hentar að hafa af þeim háa vexti. Margir halda að það hafi með jafnrétti að gera að jafn margir að hvoru kyni sé í hverri starfsstétt eða að allir fjölmiðlar hafi efni sem höfði jafnt til karla og kvenna. Flækjustigið mun auðvitað verða meira þegar kynin fara að skipta tugum, eins og stefnir í.
Laugardagur 26. október 2019
Aníta Estíva skrifar

Blekking nútímans: hreint heimili, hrein börn og úthvíldir foreldrar?

Við lifum á tækniöld, tíma þar sem allt gerist á ofurhraða og það sem var nýtt í gær getur orðið úrelt á morgun.
Hringbraut skrifar

Ég á 10 ára afmæli: gengur mun betur að fyrirgefa sjálfum mér

Dagurinn í dag, sem er reyndar fyrsti dagur vetrar, er mjög merkilegur fyrir mig. Það eru tíu ár í dag síðan ég byrjaði nýtt líf, áratugur síðan ég hætti að drekka.
Hringbraut skrifar

Ráð sem ættu að duga

Þessa dagana hvolfast yfir fréttir um ört vaxandi neyslu fíkniefna í landinu. Samt höfum við tekið fast á gegn þessum vágesti, því meðferð og neysla fíkniefna er bönnuð á Íslandi. Hér er sýnilega ekki nóg að gert. Það er ekki nóg að banna þetta. Það verður að harðbanna það.
Hringbraut skrifar

Hið mjúka val

Fréttablaðið fjallaði í síðustu viku um tíst Donalds Trump á samfélagsmiðlinum Twitter. Tilefnið var að hann hefur verið 1.000 daga í embætti. Tístið hefur einkennt forsetatíð hans og hægt hefur verið að fylgjast með í rauntíma hvað forsetanum er efst í huga. Þetta háttalag kann að henta á heimavettvangi þótt orð fjúki sem varla eru djúphugsuð og ekki í þeim anda sem menn hefðu vænst af manni í einu valdamesta embætti veraldar. Það embætti krefst íhugunar, umhugsunar og rólegrar, yfirvegaðrar og rökréttrar ákvarðanatöku en um leið mikillar festu og ákveðni.