Hlustaðu á lýðskrumara ljúga að þér: þetta er ástæðan af hverju fólk treystir ekki loforðum stjórnmálamanna

Sigurður Ingi Jóhannsson er afleitur stjórnmálamaður, lýðskrumari og lýgur að kjósendum til þess að ná í atkvæði fyrir hinn deyjandi Framsóknarflokk.

Í kosningabaráttunni árið 2017 sagði Sigurður Ingi við mig og þig líka (getur hlustað á hljóðbútinn hér fyrir neðan):

„Við erum náttúrulega á móti vegjöldum [...] , það er ekki skrítið að ríkisstjórnin sprakk, hún hefði sjálfsagt sprungið í vetur, því að menn eru á hlaupum frá fjármálafrumvarpinu þar sem menn voru með hugmyndir einmitt í þessa átt að einkavæða enn þá frekar í samgöngukerfinu, setja fleiri hluti í einkaframkvæmd og fjármagna með vegtollum eða öðrum slíkum leiðum.“ Þá sagði Sigurður Ingi í ræðu á þingi að flestir væru sammála um að ríkið ætti að greiða vegina með sköttum og gjöldum sem við erum búin að borga í ríkissjóð af eldsneyti.

Sigurður Ingi barðist sem sagt gegn vegatollum fyrir kosningar. Nú stefnir hann á sem samgöngumálarráðherra að taka upp umfangsmestu umferðargjöld Íslandssögunnar.  

Það sem við lærum af þessu er einfalt: Sigurður Ingi Jóhannsson er lýðskrumari sem stendur ekki við það sem hann segir. Þú getur ekki treyst því að hann standi við kosningarloforð sín. Hann svíkur kjósendur sína og hikar ekki við að ljúga sig til valda, nú eða missir kjark þegar í þægilegan ráðherrastólinn er komið og buddan þyngist.

Hann á ekki atkvæði þitt skilið.

Aldrei.