Pistlar
Föstudagur 10. maí 2019
Gunnar Egill Daníelsson skrifar

Gömlu tengslin við bandaríkin trosna

Það vakti athygli fyrr í vikunni að ráðherrafundur Norðurskautsráðsins náði ekki samstöðu um pólitíska yfirlýsingu um loftslagsmál. Bandaríkin komu í veg fyrir að þau yrðu nefnd á nafn. Þessi niðurstaða þurfti ekki að koma á óvart. Einstefna Bandaríkjanna í þessum efnum hefur legið fyrir um tíma. Hún hefur áhrif á allt alþjóðlegt samstarf sem þau taka þátt í. Þetta er í raun bara lítið dæmi.
Hringbraut skrifar

Ítrekað búið að vara við

Ríkisstjórninni er nokkur vandi á höndum eftir að Hagstofan birti nýja þjóðhagsspá sína. Spáin staðfestir það sem við í Viðreisn höfum ítrekað varað við. Að ekki væri innistæða fyrir þeirri miklu aukningu ríkisútgjalda sem ríkisstjórnin hefur stefnt að. Óhjákvæmilegt er að endurskoða fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar vegna þessa. Annað væri óábyrgt.
Þriðjudagur 7. maí 2019
Hringbraut skrifar

Hálftími fyrir hálfvita

Ung og áreiðanlega efnileg þingkona leyfði sér að hafa skoðanir á orkupakkaræflinum á þingi undir dagskrárlið sem Þráinn Bertelsson kallaði einu sinni „hálftími fyrir hálfvita.“ Af tilviljun horfði ég á ræðuna. Hún var flutt af kurteisi sem ég náði því miður aldrei að tileinka mér. Í kjölfarið slæddist ég inn á „Orkan okkar“ þar sem einhver vitsmunavera hafði deilt frétt af ræðunni. Það var lífsreynsla.
Hringbraut skrifar

Verðum að sniðganga eurovision

Það er ekkert annað í boði en að sniðganga Eurovision. Yfirstjórn Ríkisútvarpsins hefur, með því að vilja ekki axla siðferðilega ábyrgð og standa með þjáðu og kúguðu fólki, fórnarlömbum skelfilegs glæps, gert okkur að vissu leiti samsek í hneykslinu sem keppnin er í ár en við eigum þó ennþá svolítið val; val um að neita sem persónur að taka þátt í algjörlega sjúklegri hegðun; að halda partý í næsta húsi við vettvang óbærilegs ofbeldis.
Mánudagur 6. maí 2019
Gunnar Egill Daníelsson skrifar

Edrúmennskan og englarnir

Á þessu sumri verða liðin fjögur ár síðan ég hætti að neyta áfengis. Ég fór ekki í meðferð heldur vaknaði bara upp í skelfingu einn ágústmorgunn að áliðnum slætti með hjartslátt í höfði og vissi að nú væri annaðhvort að duga eða drepast. Ég valdi að duga, sem er besta ákvörðun sem ég hef nokkurn tíma tekið. Það er svolítið merkilegt með þessa ákvörðun að hún hefur gríðarleg margfeldisáhrif, í raun miklu meiri heldur en maður hefði að óreyndu nokkurn tíma grunað.
Föstudagur 3. maí 2019
Gunnar Egill Daníelsson skrifar

Ísland fær sæti við borðið

Hringbraut skrifar

Hvalur hf. sleppur við að greiða starfsmönnum vangreidd laun

Eins og fram hefur komið hér á heimasíðunni þá þurfti Verkalýðsfélag Akraness að stefna Hval hf. vegna ágreinings um túlkun á ákvæðum í ráðningarsamningi starfsmanns sem laut að svokallaðri sérstakri greiðslu og vikulegum frídegi.
Miðvikudagur 1. maí 2019
Hringbraut skrifar

Börn auðmanna fjárfesta í lúxusíbúðum: börn sem búa við ofbeldi skortsins eru á hrakhólum

Við komum hér saman, við sem höfum byggt upp samfélagið okkar, við sem viðhöldum því alla daga ársins. Við komum saman til þess að sýna samstöðu, hvort með öðru og með okkur sjálfum og til þess að sýna þeim sem halda að þeir eigi samfélagið; valda og auðstéttinni sem heldur að hún sé skapari himins og jarðar, sem heldur að hún eigi allt þetta sem við höfum byggt – auðstétt sem heldur að hún megi fara með allt þetta eins og henni sýnist, auðstétt sem með græðgi sinni kemur í veg fyrir efnahagslegt réttlæti, samfélagslegt réttlæti; við komum saman til þess að sýna þeim sem henni tilheyra að við erum mörg. Að við erum sterk. Að samstaða er ekki bara í orði heldur líka á borði.
Þriðjudagur 30. apríl 2019
Hringbraut skrifar

Blekkjandi viðskiptahættir töru brekkan: siðleysi kallar á viðbrögð

ÞETTA er vandamálið við „body positivity“ eða „bopo“ eins og við erum farin að kalla það. Mannréttindabarátta sem spratt undan jaðarsetningu og kúgun feitra líkama hefur verið útþynnt og markaðsvædd í þeim tilgangi að græða peninga. Hún nafna mín Tara Brekkan setti þennan „valdeflinga“-póst á fyrirtækjasíðu sína undir þeim formerkjum að við ættum að elska líkama okkar eins og þeir séu og eiga áhyggjulaust sumar frá óraunhæfum útlitsstandördum.
Gunnar Egill Daníelsson skrifar

Rökin gegn esb koma sjálfstæðisflokknum nú í koll

Ein hnýsilegasta spurningin varðandi þriðja orkupakkann er þessi: Hvernig má það vera að Sjálfstæðisflokkurinn lendir í svo djúpri málefnakreppu vegna þessa tiltölulega einfalda máls?