Reynt að koma illuga til sfs

Gerð hefur verið atlaga að helstu ráðamönnum Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) um að ráða Illuga Gunnarsson ráðherra í stöðu framkvæmdastjóra samtakanna. Sjálfstæðisflokkurinn er í miklum vandræðum með Illuga vegna þess að hann er rúinn trausti meðal flokksmanna og kjósenda almennt vegna fjármálasukks í tengslum við Orka Energy eins og kunnugt er.

SFS varð til við sameiningu LÍÚ og Samtaka fiskvinnslustöðva fyrir þremur árum og var Kolbeinn Árnason lögfræðingur þá ráðinn framkvæmdastjóri nýrra samtaka. Hann er hættur störfum og ekki hefur verið ráðið í hans stað.

Illugi hræðist mjög prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík sem fram fer eftir tæpa 2 mánuði. Hann getur búist við að falla í prófkjöri sem væri mikil hneisa fyrir sitjandi ráðherra flokksins. Eitthvað sem fá dæmi eru um í sögu flokksins. Mikið hefur verið reynt til að koma honum í skjól en ekki tekist. Talið er að stjórnarflokkarnir séu búnir að lofa Hönnu Birnu Kristjánsdóttur og Vigdísi Hauksdóttur sendiherrastöðum sem skipað verður í á næstu vikum. Talið er að skipan þeirra verið umdeild og ekki er talið mögulegt að bjarga fleiri þingmönnum eða ráðherrum stjórnarflokkanna með slíkum bitlingum.

Árið 2006 var reynt að gera Illuga að framkvæmdstjóra Samtaka atvinnulífsins en engin samstaða náðist um það en ágæt sátt varð um Vilhjálm Egilsson núverandi rektor á Bifröst.

Flokkurinn er í vandræðum með Illuga og víst er að margir áhrifamenn í flokksins hafa einnig mikil völd í SFS. Því verður samt varla trúað að þeir séu svo grunnhyggnir að breyta samtökum sínum í flóttamannabúðir fyrir fallna stjórnmálamenn