Sigmundur þráast við

Þjóðin er byrjuð að gleyma Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni og misgjörðum hans. Það kemur meðal annars fram í skoðanakönnunum þar sem stuðningur við Framsókn vex úr 7% í 11%.

Sigmundur hefur dvalið í Flórída að sleikja sár sín og safna kröftum eftir áfallið.

Flestir hafa gert ráð fyrir að hann væri búinn að átta sig á því að hans tími væri kominn - og farinn.

En nú herma fregnir að Sigmundur Davíð ætli ekki að segja af sér þingmennsku og hyggist sækja sér endurnýjað umboð flokksins til að gegna formennsku áfram.

Andstæðingar Framsóknar líta á það sem gleðifréttir og villtan draum. Með þessu færi Framsókn aftur í Tortólafylgið sitt, svona 7%.