Ólafur ragnar við upphaf endalokanna

Hvað þarf til að fella Ólaf Ragnar Grímsson í komandi kosningum?

Svarið er einfalt. Til þess þarf aðeins þau Dorrit og Ólaf Ragnar.

Öll ógæfa þeirra beggja er komin af því að þau hafa ekki gætt nema að sjálfum sér. Og einmitt með því hafa Dorrit og Ólafur Ragnar gætt allra síst að sjálfum sér.

Þau telja sig geta gleymt flestu og afneitað hinu bara með því að snúa sér undan. Dorrit og Ólafur Ragnar umgangast sannleikann þannig að þau hreinsa burt öll óþægileg atvik eins og hvern annan orm úr þorski.

Ein lygi býður annarri heim. Til þess að fella Ólaf Ragnar þarf því aðeins Dorrit og Ólaf Ragnar. Dagfari minnist þess að það þarf yfirvegað fólk til að fara vel með lygi. Dorrit og Ólafur Ragnar ættu þess vegna bæði að halda sig við sannleikann.

Ef það er ekki orðið um seinan.