Linda pé tekur nýja og óvænta stefnu

Linda Pétursdóttir verður gestur í þættinum ,,Fólk með Sirrý” á Hringbraut í kvöld kl. 20:30 (og endurtekið síðar um kvöldið og á fimmtudag). Linda er að hefja nýjan kafla í sínu lífi. Og óhætt er að segja að það er spennandi kafli sem kemur á óvart. Linda segir á einlægan hátt frá því hvernig gigtin var að leggja hana í rúmið. Bólgur og verkir voru það alvarlegir að hún var komin á erfiðan lyfjakúr. Eftir að Baðhússið fór í gjaldþrot gaf heilsan sig enn frekar og læknir ráðlagði Lindu að fara út í hitabeltisloftslag. Hún hefur dvalið í Kaliforníu nálægt Mexíkó og hefur breytt lífi sínu verulega og náð góðri heilsu.

Linda Pétursdóttir er óhrædd við áskoranir og breytir erfiðleikum í tækifæri. Nú er hún að hefja nýjan og óvæntan kafla í sínu lífi og verður það upplýst í þættinum í kvöld.