Höfuðlausn framsóknar!

Jón Viðar Jónsson, sá miskunnarlausi leiklistargagnrýnandi sem margar kynslóðir hafa veinað undan, segir á Facebook-síðu sinni: \"Lilja Dögg hefur ekki orðið var við nein átök í Framsóknarflokknum, nema helst í gegnum fjölmiðla. Henni finnst andrúmsloftið í Flokkknum gott og heilnæmt. Segir þetta með bros á vör (í nærmynd) og horfir beint í augun á fréttamaninnum, án þess að blikna eða blána. Pólitískur stórleikur. Fimm stjörnur.\"

Jón Viðar er efar glöggur maður og bendir þarna í rauninni á Höfuðlausn Framsóknar!

Ljóst er að verði ekki höggvið á hnútinn í forystu Framsóknarflokksins tortímist flokkurinn.

Verði uppgjör milli Sigmundar Davíðs og Sigurðar Inga liggur annar hvor óvígur eftir. Og ekki bara annar hvor þeirra, heldur allur sá hópur stuðningsmanna sem hefur fylkt sér að baki þeim. 

Sá sem tapar í því uppgjöri kembir ekki hærurnar. Fyrir þeim armi flokksins liggur ekki annað en að draga sig endanlega í hlé, af framboðslistum, heim í eldhús og vera þar. 

Framsóknarflokkurinn gæti aldrei borið sitt barr aftir slíkt uppgjör, slík hjaðningavíg. Þetta veit Guðni. Þetta veit Þórólfur. Og Jón Sig. Hvað er þá til ráða?

Eitt ráð gæti dugað, sem stundum hefur reynst gagnast öðrum í sambærilegri stöðu: Þriðji maðurinn!

Öldungaráð Framsóknar sest nú á rökstóla og kemst að fremur augljósri niðurstöðu (a.m.k. fyrir óinnvígða utanflokksmenn): Leita verður sátta um þriðja manninn og hinir tveir sem eru inni á vellinum og búast nú sem óðast til að rífa hvorn annan á hol og flokkinn með, það er SDG og SIJ, verða að draga sig í hlé og lýsa eindregnum stuðningi við þriðja manninn. Þetta verða þeir að gera algjörlega sjálfviljugir og ótilneyddir og án allrar biturðar. Þessvegna þarf öldungaráð Framsóknar að taka þessa hvolpa tvo á kné sér og lesa þeim pistilinn!

Það verður gert.

Og - þriðji maðurinn er Lilja og hún verður einróma kjörin formaður. Til að bjarga flokknum