Heilsa
Laugardagur 19. janúar 2019
Heilsa

Ég er „sober rock star“

„Óreglan er liðin hjá mér. Ég er hættur. Þetta er algjör klisja, ég er svona „sober rock star,“ þó ég segi sjálfur frá,“ segir Högni Egilsson tónlistarmaður. Högni var í sérstaklega persónulegu viðtali við Sigmund Erni í Mannamáli á fimmtudagskvöld.
Föstudagur 18. janúar 2019
Heilsa

Skora á heilbrigðisyfirvöld að bæta starfsumhverfi

Hjúkr­un­ar­ráð Land­spít­ala skor­ar á heil­brigðis­yf­ir­völd að bæta starfs­um­hverfi hjúkr­un­ar­fræðinga. Hjúkr­un­ar­ráð sendi heil­brigðisráðuneyti áskorunina í gær.
Heilsa

Margt fallegt komið úr geðveikinni

„Þetta er mikill kross að bera en það hefur líka margt fallegt komið úr þessu,“ segir Högni Egilsson tónlistarmaður um baráttu sína við þunglyndi og maníu. Högni var gestur í Mannamáli á Hringbraut í gærkvöld, þar sem hann var í einstaklega persónulegu viðtali við þáttastjórnandann Sigmund Erni.
Fimmtudagur 17. janúar 2019
Heilsa

Opnar tveimur árum of seint

Uppbygging Landspítalans við Hringbraut markar upphaf nýs þjóðarsjúkrahúss. Framkvæmdin við sjúkrahótelið á lóð spítalans hófst árið 2015 og átti að ljúka vorið 2017. Gunn­ar Svavars­son, fram­kvæmda­stjóri Nýs land­spít­ala ohf. (NLSH) eða því sem nefnist Hringbrautarverkefnið, segir í frétta- og umræðuþættinum 21 í kvöld að hótelið verði afhent Landspítalanum til rekstrar þann 28. janúar næstkomandi og að hótelið opni í apríl.
Heilsa

Rek geðveikina til dópsins og gusgus

Læknar mínir ráðlögðu mér eindregið frá þessum lífsstíl mínum að þvælast með GusGus út um allar heimsins trissur og lifa því óreglulega lífi sem tónleikahaldinu fylgir. Ég rek geðveikina mína til GusGus, svo og dópsins sem fylgdi með. Hvorutveggja ruglaði mig í ríminu.
Miðvikudagur 9. maí 2018
Heilsa

Sparnaður snýst um skipulagningu

Sparnaður og ráðdeild snýst fyrst og síðast um skipulagningu, að sögn Sjafnar Þórðar, þúsundþjalasmiðs sem mætti í sjónvarpsþáttinn Heimilið á Hringbraut í gærkvöld og ráðlagði áhorfendum hvernig þeir geta sparað peningana í heimilisbuddunni.
Fimmtudagur 1. febrúar 2018
Heilsa

Kraftur - lífið er núna

Hulda Hjálmarsdóttir og Njáll Þórðarson litu við í þættinum Magasín og ræddu allt um átakið \"Krabbamein kemur öllum við - lífið er núna\" og hvernig stuðningfélagið Kraftur veitir styrk og stuðning þeim sem kljást við þennann skæða sjúkdóm.
Miðvikudagur 25. október 2017
Heilsa

Að eignast barn eftir fertugt

Það verður víða komið við í MAN-lífsstílsþætti á Hringbraut í kvöld, en þar verður meðal annars talað um hlutskipti kvenna sem eignast börn eftir fertugt eins og á við í tilviki Þórunnar Högnadóttur og Eddu Valtýsdóttur sem báðar eignuðust börn á fimmtugsaldri en þær verða gestir Bjarkar og Auðar í kvöld.