Fer frosti í bankann?

Frosti Sigurjónsson alþingismaður hefur tilkynnt að hann hyggist ekki gefa kost á sér til áframhaldandi setu á Alþingi.

Talið er að hann sé á leiðinni í starf í Seðlabanka Íslands. Gert er ráð fyrir að Lilja Alfreðsdóttir fari í framboð til Alþingis og muni leiða annan lista flokksins í Reykjavík en Vigdís Hauksdóttir hinn.

Þá losnar deildarstjórastarf Lilju í bankanum sem Frosta er ætlað.

Framsókn sér um sína. Frosta verður helst minnst fyrir að hafa barist fyrir þeirri arfavitlausa hugmynd að verðfella Landsbankann með því að breyta honum í samfélagsbanka.