Almar Steinn Atlason sem vakti þjóðarathygli sem Almar í kassanum skildi fyrir nokkrum árum. Af því tilefni ákvað hann að saga í sundur hrærivél. Er vélin nú til sýnis í galleríinu Midpunkt í Hamraborg í Kópavogi. Almar er aðeins 27 ára og þrátt fyrir ungan aldur einn þekktasti listamaður þjóðarinnar eftir að hafa valdið fári með útskriftarverkefni sínu, þegar hann var í glerkassa í heila viku og sýndi frá því á netinu. RÚV fjallar um nýjustu sýningu Almars.
Nú er Almar með nýja sýningu, sem meðal annars fjallar um traust.
„Traust er einhver magnaðasta tilfinning sem ég upplifi dags daglega. Fólki þykir mjög vænt um traustið sitt, traust sem það fær og traust sem það sýnir öðrum.“
Segir Almar að sýningin snúist meðal annars um hvað gerist þegar traustið hverfur. Á sýningunni má sjá KitchenAid-hrærivél sem hann hefur sagað í tvennt. Almar kveðst þó ekki líta á sýninguna sem þerapíu.
„Ég er að rannsaka hvað gerist þegar hlutir sem maður býst ekki við að fari í sundur gera það. KitchenAid-vélar eru algengar brúðkaupsgjafir, svo þegar hjónabandið er búið er fáránlegt að vélin KitchenAid-vélin haldi áfram.“