Útlendingahatur sigmundar

Hert einangrunarhyggja og aukið hatur í garð útlendinga einkenna málflutning formanns Framsóknar á landsfundi þeirra nú um helgina.

Innrætingin gengur út á að útlönd séu hættuleg og útlendingar vondir. Spilað er á 100 ára gamla sveitarómantík og að Framsókn ein geti verndað þjóðina fyrir erlendum hrægömmum og fjárglæframönnum. Jónas frá Hriflu hefði ekki náð sér betur á strik.

En við erum komin inn í 21. öldina þar sem fólk kaupir ekki svona hallærislegan málflutning.

Fólk kaupir ekki heldur "mestu efndir" allra tíma varðandi skuldatilfærsluna en þá lofaði Framsókn 300 milljarða skuldaniðurfærslu en stóð við 80 milljarða skuldatilfærslu yfir á ríkissjóð.