Undirlægjuháttur rúv

Kastljós leyfði menntamálaráðherra í þætti mánudagskvöldsins að flytja einræðu sína um styttingu náms án þess að gera tilraun til að spyrja gagnrýninna spurninga.

Það sem verra var er sá þrælsótti sem RÚV sýndi gagnvart Illuga Gunnarssyni með því að víkja ekki einu orði að vandræðagangi hans út af Orka Energy en í því máli hefur hann alls ekki enn gert hreint fyrir sínum dyrum. Virðist ekki geta það.

Menntamálaráðherra er æðsti yfirmaður RÚV. Aðrir hefðu ekki sloppið svona frá þættinum. Kastljós féll á prófinu.