Tinna Aðalbjörns: „Ég átti enga sjálfsvirðingu, hún hékk í þessum hvíta pels“

Tinna Aðalbjörnsdóttir segir frá því í viðtali við helgarblað Fréttablaðsins hvernig fíkniefnaneysla varð til þess að hún missti allt og endaði á götunni.

Tinna fékk inni á Hlaðgerðarkoti í nóvember 2018 og hóf þar með nýtt líf.

Viðtalið má lesa í heild sinni hér.

Tinna lýsir því hvernig hún hafi gengið algjörlega brotin inn á Hlaðgerðarkot þar sem starfsfólk hafi bjargað lífi hennar.

En þrátt fyrir að vera í molum hið innra klæddi Tinna sig upp.

„Ég var í háum hælum og hvítum síðum pels,“ segir hún og hlær. „Ég átti enga sjálfsvirðingu, hún hékk í þessum hvíta pels.“

Tinna lýsir því hvernig neyslan hafi skapað mikinn tilfinningadoða.

„Ég átti ekki sorg, ekki gleði og ekkert frumkvæði. Eina tilfinningin sem ég átti í neyslunni var reiði, ég gat ekki einu sinni grátið fyrr en í lögreglubílnum. Það var allt farið. Það var ekkert sem bjó innra með mér nema reiði.

Ég var í miklu niðurrifi, hataði sjálfa mig meira en allt í heiminum. Þarna var ég komin með nokkuð skýran haus því ég var búin að vera edrú í nokkra daga og trúði því ekki upp á sjálfa mig hvert ég var komin. Ég var hætt að horfa í spegill því ég gat ekki horfst í augu við sjálfa mig.“

Fleiri fréttir