Skammast sín fyrir fram­komu hins opinbera: „Hún hefur fengið tvö­faldan dóm, sjúk­dóm sinn og höfnun hins opin­bera“

Sig­mundur Ernir Rúnars­son segir Ís­lendinga eiga það til að gleyma fólki. Ekki síst stjórn­sýslan, em­bættis­manna­kerfið og fé­lags­þjónustan. Oftast nær vinni þar á­gætir starfs­menn, en á köflum sé eins og mann­úðin eigi ekki heima í reikni­líkani opin­berra „appa­rata“, þvert á raun­veru­legt hlut­verk þeirra.

„Nýjasta og á­takan­legasta sagan sem af­hjúpar þessa gleymsku fjallar um hlut­skipti tæp­lega sex­tugrar konu með MS-sjúk­dóminn, en hún fær ekki lengur inni á hjúkrunar­heimili á Sel­tjarnar­nesi sem hefur verið at­hvarf hennar um tveggja ára skeið. Hún heitir Margrét Sig­ríður Guð­munds­dóttir og hefur glímt við heilsu­leysi um ára­bil,“ skrifar Sig­mundur í Frétta­blaðinu í dag.

Að­stæður hennar í sam­fé­laginu sé þær, að ekki sé lengur hægt að koma til móts við þarfir hennar á heimilinu. Fyrir vikið segist hún ekki vita hvar hún eigi að búa.

„Hún hefur með öðrum orðum fengið tvö­faldan dóm, sjúk­dóm sinn og höfnun hins opin­bera. Og það er ekki laust við það að maður skammist sín fyrir fram­komu af þessu tagi, fyllist jafn­vel reiði í bland við leiða og trega,“ skrifar Sig­mundur, og heldur á­fram:

„Fyrir tuttugu árum sat sá sem hér skrifar dálkinn í hópi for­eldra lang­veikra og fatlaðra barna sem leituðu á­sjár fé­lags­mála­ráð­herra vegna al­var­legs skorts á fram­tíðar­hús­næði fyrir ung­menni sem glíma við stærstu á­skorun lífsins, ævi­langan heilsu­brest. Ráð­herrann sagði úr vöndu að ráða, en benti að lokum á ó­dýrt hús­næði úti í Hrís­ey. Og sjaldan hefur maður setið í hópi jafn margra for­eldra sem verður orða vant og fallast hendur,“ skrifar Sig­mundur.

Eitt­hvað hafi kerfinu miðað á­leiðis á þessum fimmtungi aldar sem liðinn sé frá fyrr­nefndum fundi í fé­lags­mála­ráðu­neytinu.

„Þetta fá­menna sam­fé­lag, sem er á meðal þeirra efnuðustu á kringlu jarðar, lætur sér enn þá koma það á ó­vart að sinna þurfi þess veikasta fólki. Og það er á­fall. Það er ekkert minna en á­fall fyrir sam­fé­lag að sjá sig með þeim hætti í spegli daganna. Enda er fram­koma af þessu tagi við veikasta fólkið okkur til slíkrar smánar að aldrei verður við unað,“ skrifar Sig­mundur.

„Á­minningin er líka skýr. Við kunnum ekki á for­gangs­röðina í sam­fé­laginu. Ekkert er þar mikil­vægara en að koma vel fram við börn og hlúa að þroska þeirra og að­stæðum, svo og að stuðla að bestum hag þeirra sem glíma við veikindi og standa höllum fæti í sam­fé­laginu,“ skrifar Sig­mundur, og bætir við:

„Um þetta eru Ís­lendingar sam­mála. En gleyma sér enn.“

Fleiri fréttir