Sigurður Ingi sakaður um niðrandi um­mæli: „með þessari svörtu“

Sigurður Ingi Jóhanns­son, Inn­viða­ráð­herra og for­maður Fram­sóknar­flokksins er sakaður um að hafa notað niðrandi orð falla um Vig­dísi Häsler, fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­taka Ís­lands í boði Fram­sóknar­flokksins síðast­liðinn fimmtu­dag. Fréttablaðið greinir frá þessu.

Það stóð til að taka mynd af Vig­dísi á meðan þing­menn tolleruðu hana, en þá á Sigurður Ingi að hafa sagt að hann vilji ekki taka þátt í þessu, „með þessari svörtu,“ að sögn heimildar­manna.

Vig­dís er ættuð frá Indónesíu og er dökk á hörund.

Sam­kvæmt að­stoðar­manni Sigurðs Inga, Ing­veldi Sæ­munds­dóttur á Sigurður að hafa sagt að hann vildi ekki halda á sjálf­stæðis­manni. Harð­neitar hún að hann hafi látið úr þessi um­mæli falla á við­burðinum.

Nánar er hægt að lesa um málið í Fréttablaðinu.

Fleiri fréttir