Sigurður Ingi Jóhannsson, Innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins er sakaður um að hafa notað niðrandi orð falla um Vigdísi Häsler, framkvæmdastjóra Bændasamtaka Íslands í boði Framsóknarflokksins síðastliðinn fimmtudag. Fréttablaðið greinir frá þessu.
Það stóð til að taka mynd af Vigdísi á meðan þingmenn tolleruðu hana, en þá á Sigurður Ingi að hafa sagt að hann vilji ekki taka þátt í þessu, „með þessari svörtu,“ að sögn heimildarmanna.
Vigdís er ættuð frá Indónesíu og er dökk á hörund.
Samkvæmt aðstoðarmanni Sigurðs Inga, Ingveldi Sæmundsdóttur á Sigurður að hafa sagt að hann vildi ekki halda á sjálfstæðismanni. Harðneitar hún að hann hafi látið úr þessi ummæli falla á viðburðinum.
Nánar er hægt að lesa um málið í Fréttablaðinu.