Segir sóttvarnayfirvöld ekki fylgja rannsóknum sem bendi til þess að andlitsgrímur virki ekki

Anna Tara Andrésdóttir, doktorsnemi í heila-, hugarstarfsemi og hegðun skrifar um virkni gríma í baráttunni gegn COVID-19, á vef Kjarnans í dag. Í færslu sem hún deilir í opna hópnum Fjölmiðlanördar á Facebook segir hún að aðrir miðlar hafi ekki viljað birta greinina.

Í greininni segir hún að sóttvarnayfirvöld hafi ekki fylgt rannsóknum sem bendi til þess að andlitsgrímur virki ekki.

„Notkun and­lits­gríma gegn COVID-19 meðal ein­kenna­lauss fólks í sam­fé­lag­inu hefur verið umdeild. Mögu­leg útskýr­ing á því er að nið­ur­stöður rann­sókna og umfjöllun fjöl­miðla hefur verið mis­vísandi,“ segir Anna Tara í greininni og fjallar um að sumar rannsóknir sem vísað er til rannsaki margt meira en bara andlitsgrímur.

„Engin þess­ara rann­sókna skoð­aði þó grímunotkun eina og sér. Ásamt grímum not­aði fólk aðrar sótt­varnir svo sem hanska, hand­þvott, fjar­lægð­ar­tak­mark­anir og svo fram­veg­is,“ segir Anna Tara sem gagnrýnir einnig að rannsóknirnar hafi verið framkvæmdar á spítölum en ekki meðal almennings.

Skyldi virkni and­lits­gríma gegn öðrum önd­un­ar­veirum hafi verið rann­sök­uð? Já, á heima­síðu CDC (Centers for Dise­ase Control and Prevention) má finna 14 slembirað­aðar íhlut­un­ar­rann­sókn­ir, engin þeirra sýndi fram á virkni and­lits­gríma gegn inflú­ensu­veirunni.

Erfitt er að gera rann­sóknir sem meta hvort and­lits­grímur verndi aðra. Hins vegar fann yfir­lits­grein 44 rann­sókna að notkun gríma meðal skurð­lækna jók sára­sýk­ing­ar­tíðni eftir aðgerð sem dregur í efa hvort grímur verndi aðra,“ segir Anna Tara í grein sinni.

Þá segir Anna Tara mikilvægt að huga að stærð og segir að veiran sé þúsund sinnum minni en götin sem eru á skurð- og taugrímum (COVID-19 veiran: 50 nm to 140 nm; skurð- og taugrím­ur: 55.000 – 440.000 nm).

„Bent hefur verið á að N95 grímur séu áhrifa­rík­ari gegn COVID-19 hins vegar sía N95 grímur agnir sem eru yfir 300 nm í þver­mál sem er tvö­falt stærri en COVID-19 veir­an. Auk þess fann ein yfir­lits­grein og ný stór rann­sókn ekki virkni N95 gríma gegn önd­un­ar­færa­sýk­ing­um. And­lits­grímur eru því hugs­aðar til að draga úr dropum sem koma úr önd­un­ar­vegi og sumir telja að það dragi einnig úr COVID-19 smit­um. Hins vegar virð­ist sú ályktun vera röng því nið­ur­stöður slembirað­aðra íhlut­un­ar­rann­sókna benda til þess að minnkun dropa dragi ekki úr COVID-19 smit­um.“

Anna Tara fer svo yfir misvísandi skilaboð yfirvalda í bæði Noregi og Bandaríkjunum.

„Ef sótt­varna­yf­ir­völd byggja reglu­gerðir ekki á rann­sókn­um, á hverju byggja þær þá? Til að svipta fólk frelsi þarf sér­stak­lega sterkar rök­semdir - rök­semdir sem yfir­völd leggja ekki fram. Það getur verið þunn lína milli þess að vernda þegna sína og að valda þeim skaða. Hvernig tryggjum við að yfir­völd fari ekki yfir þá línu?“ spyr hún að lokum.

Greinina er hægt að lesa hér í heild sinni.

Fleiri fréttir