Samfélagsbanki er verðlaus

Flokksþing Framsóknar samþykkti tillögu Frosta Sigurjónssonar um að ríkið selji Landsbankann ekki og að hann verði rekinn sem "samfélagsbanki" án hagnaðarmarkmiða.


Ætlun ríkisvaldsins hefur verið að selja bankann fyrir 150 til 200 milljarða króna til að grynna á skuldum ríkissjóðs. Nú fer sú hugmynd á frost þar til ný ríkisstjórn tekur við eftir 2 ár enda yrði " samfélagsbanki" verðlaus.


Náttfari heyrði tillögu um að ganga þá enn lengra og sameina Landsbankann Rauða krossinum, Kvennaathvarfinu og Hjálpræðishernum og búa til algjöran samfélagsrisa!