Sægreifinn páll

Náttfari þekkir marga Framsóknarmenn og veit því að betra er fyrir Náttfara að forðast beituna sem Framsóknarflokkurinn býður en snúast í Framsóknarsnörunni. Sigur Framsóknarflokksins í kosningunum 2013 reyndist glæsilegur. Flokkurinn kom stór og sterkur úr eldraun klofnings og tíðra foringjaskipta. Framsóknarmaðurinn og samvinnumaðurinn og forkólfurinn og fixer kaupfélags Skagfirðinga, Páll Jóhann Pálsson, er fyrir vikið 5. þingmaður Suðurkjördæmisins. 

 

Þingmennska Páls Jóhanns hefur naumast þótt tíðindum sæta enn sem komið er. Páll Jóhann var ekki valinn til þingmennsku með stórræði fyrir augum. Fyrirferðalítill orðstír Páls Jóhanns er ærin viðurkenning um manninn. Þó Páll Jóhann láti lítið að sér kveða í þingsölum þá verður þingmennska Páls Jóhanns fyrir Framsóknarflokkinn einskonar afreksmerki hans í ellinni. 

 

Páll Jóhann Pálsson hefur nú sýnt af sér þann manndóma að hann vill að maki hans, Guðmunda Kristjánsdóttir útgerðarstjóri, njóti góðs af þingsetu hans og fái ríkulega af markríl í sinn hlut. Páll Jóhann er að vísu óskipulegur í málflutningi sínum um þessa makrílráðstöfun og rökvísinni er alltaf ábótavant hjá Páli Jóhanni og því verður markíllinn honum og Framsóknarflokknum þungur í skauti á örlagastundu. 

 

Náttfari segir við Pál Jóhann Pálsson; „Palli minn! Lærðu nú að segja nei. Það er mun mikilvægara fyrir þig en að kunna GSM númer húðarselsins og Sauðkrækingsins hans Þórólfs Gíslasonar“.