Í Facebook hópnum Vertu á verði-eftirlit með verðlagi hafa skapast líflegar umræður um hversu miklar hækkanir hafa orðið á tryggingum, en margir innan hópsins virðast verða upplifa að tryggingarnar þeirra séu að hækka upp úr öllu valdi.
„Tryggingar hjá TM hefur hækkað rosalega mikið. Þann 1. desember þarf ég að endurnýja tryggingar og er hjá TM. Eftir að þeir gengu inn í Kviku banka hafa þeir hækkað tryggingar mjög mikið,“ segir Ómar Skapti Gíslason, meðlimur hópsins.
Hann telur upp nákvæmar hækkanir á tryggingum, en það má segja að niðurstöður verðkönnunar Ómars séu sláandi.

„Það besta er að það er ekkert tjón hjá mér. Það virðist vera að tryggingafélögin geti hækkað eins og þau vilja án þess að gefa nokkrar skýringar á þessu. Hjá TM hlýtur þessi hækkun að vera vegna sameiningar við Kviku banka,“ segir Ómar ósáttur.
„Bull hækkanir - Við eigum að geta varið okkur betur fyrir þessum okurfyrirtækjum,“ segir Ómar.
Margir virðast tengja við þessar verðhækkanir á tryggingunum þeirra, óháð fyrirtæki og hafa heitar umræður skapast í kommentakerfinu svo kallaða.
„Tryggustu viðskiptavinirnir fá alltaf verstu kjörin. Þetta er árleg hringekja að fara og óska eftir tilboðum,“ segir einn meðlimur hópsins, á meðan annar bendir á að forstjórar tryggingafélaganna spili allir golf saman.