Ómar birtir rosa­legar hækkanir á tryggingum: „Við eigum að geta varið okkur betur fyrir þessum okur­fyrir­tækjum“

Í Face­book hópnum Vertu á verði-eftir­lit með verð­lagi hafa skapast líf­legar um­ræður um hversu miklar hækkanir hafa orðið á tryggingum, en margir innan hópsins virðast verða upp­lifa að tryggingarnar þeirra séu að hækka upp úr öllu valdi.

„Tryggingar hjá TM hefur hækkað rosa­lega mikið. Þann 1. desember þarf ég að endur­nýja tryggingar og er hjá TM. Eftir að þeir gengu inn í Kviku banka hafa þeir hækkað tryggingar mjög mikið,“ segir Ómar Skapti Gísla­son, með­limur hópsins.

Hann telur upp ná­kvæmar hækkanir á tryggingum, en það má segja að niður­stöður verð­könnunar Ómars séu sláandi.

Þessar hækkanir eru sláandi.

„Það besta er að það er ekkert tjón hjá mér. Það virðist vera að trygginga­fé­lögin geti hækkað eins og þau vilja án þess að gefa nokkrar skýringar á þessu. Hjá TM hlýtur þessi hækkun að vera vegna sam­einingar við Kviku banka,“ segir Ómar ó­sáttur.

„Bull hækkanir - Við eigum að geta varið okkur betur fyrir þessum okur­fyrir­tækjum,“ segir Ómar.

Margir virðast tengja við þessar verð­hækkanir á tryggingunum þeirra, óháð fyrir­tæki og hafa heitar um­ræður skapast í kommenta­kerfinu svo kallaða.

„Tryggustu við­skipta­vinirnir fá alltaf verstu kjörin. Þetta er ár­leg hring­ekja að fara og óska eftir til­boðum,“ segir einn með­limur hópsins, á meðan annar bendir á að for­stjórar trygginga­fé­laganna spili allir golf saman.

Fleiri fréttir