Sigríður Svala Másdóttir segir algert neyðarástand á tjörninni og biðlar til almennings, bakara og verslana að gefa brauð og brauðmeti fyrir fuglana á tjörnunum en að ofan má sjá hana með önd sem hún bjargaði frá kuldanum og frostinu á tjörninni fyrr í dag.
„Ég klökknaði þegar ég sá ástandið á tjörninni og ábyggilega sorglegt á fleiri tjörnum. Fór að gefa öndunum niðrandi tjörn, sá þær voru sársvangar,“ segir hún og að ein öndin hafi verið vannærð og ísköld.
„Hún hreyfði sig ekkert. Ég tók hana upp og setti hana inn á mig til að halda á henni hlýju og setti hana aftur í tjörnina,“ segir Svala og að hún hafi endað á að fara með eina í húsdýragarðinn, hún hafi verið svo illa stödd.