Magnús Hlynur rifjar upp skemmtilegustu fréttina sína: „Já, koma svo!“

Landsbyggðarfréttamaðurinn ástsæli, Magnús Hlynur Hreiðarsson, deilir myndskeiði af uppáhalds frétt sinni á Facebook.

„Ég er oft spurður hvað sé skemmtilegsta fréttin, sem ég hef gert á ferlinum. Ég held að þessi sé með þeim skemmtilegri því þarna varð mjög óvænt uppákoma í beinni,“ skrifar Magnýs Hlynur.

Hann bætir við að hann hafi misst sig úr hlátri, augnablikið hafi verið svo skondið.

Um er að ræða frétt sem var tekin á bænum Miklaholti í Biskupstungum í Bláskógabyggð. Fréttin fjallaði um tólf ára dreng í Biskupstungum, Daníel Aron Bjarndal Ívarsson, sem hafði slegið í gegn sem söngvari og Ukulele leikari.

En þegar Daníel Aron ætlaði að sýna tónlistarhæfileikana á hestbaki kom svolítið óvænt upp á. Graðhesturinn ákvað að stökkva upp á hryssuna fyrir framan sem varð til þess að Daníel datt af hestbaki. Til allrar lukku slasaðist enginn.

Fleiri fréttir