Eiginkona Magnúsar greindist rúmlega fimmtug með Alzheimer: „Þetta er svolítið löng kveðjustund“

Heimi Magnúsar Karls Magnússonar og eiginkonu hans Ellýjar Guðmundsdóttur var snúið á hvolf fyrir sex árum þegar hún fékk Alzheimer-greiningu rúmlega fimmtug. Í viðtali við helgarblað Fréttablaðsins segir Magnús Karl frá því hvernig þau völdu að njóta hversdagsins og hvernig honum hefur gengið að fóta sig í lífinu eftir að Ellý flutti á hjúkrunarheimili fyrir ári síðan.

„Henni líður vel og nýtur hversdagsins en það er mikið frá henni tekið í vitrænni getu og hún á orðið mjög erfitt með að halda uppi samræðum. Sjúkdómurinn tekur yfir fleiri og fleiri þætti líkamsstarfseminnar og hún á orðið erfiðara með að hreyfa sig. Það hefur dregið mikið af henni en hún er enn ánægð að sjá mig eða vini sem koma í heimsókn.“

Magnús hefur talað um hversu undarlegt það sé að sakna manneskju sem enn er hjá þér.

„Þetta er svolítið löng kveðjustund. Það er líka mjög erfitt að finnast sem maður hafi gleymt manneskjunni sem var. Mér finnst gott að ná í myndbandið af ræðunni hennar eða viðtal sem Edda Andrésdóttir tók við hana skömmu eftir að hún var greind og sjá hana svona glæsilega og flotta. Finna aftur það element hjá henni sem er um margt horfið, þó að það glitti alltaf í sama persónuleikann. Það sem er erfiðast við þennan sjúkdóm er hvað þetta er langt kveðjuferli og það er erfitt að átta sig á að maki manns er orðinn allt annar en hann var.

Hægt er að lesa meira hér.

Fleiri fréttir