Jóhannes Tryggvi Sveinbjörnsson var í dag dæmdur í fimm ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness fyrir að hafa nauðgað fjórum konum.
Alls kærðu á annan tug kvenna hann fyrir kynferðisbrot árið 2018 en Jóhannes hélt áfram störfum sem nuddari. Aðeins var ákært fyrir fjögur brot. Konurnar áttu það flestar sameiginlegt að segja að þær hefðu leitað til hans vegna stoðkerfisvandamála en hann hefði brotið gegn þeim með því að snerta kynfæri þeirra, ogí flestum tilfellum hafi hann farið með fingur inn í leggöng þeirra eða endaþarm.
Verjandi hans sagði við DVað dómnum yrði áfrýjað til Landsréttar.
Jóhannes var mjög vinsæll nuddari, nuddaði hann meðal annars Hafþór Júlíus Björnsson og Gunnar Nelson.