Hjörtur lenti í dular­fullu at­viki á sjálfs­af­greiðslu­kassa - Starfs­maður kom í veg fyrir of­rukkun

Hjörtur Sveins­son deildi ný­verið reynslu­sögu á Face­book-hópinn Vertu á verði – eftir­lit með verð­lagi. Þar bað hann fólk um að vera á verði þegar að sjálfs­af­greiðslu­kössunum hjá Nettó í Mjódd.

„Passið að skoða verðin sem koma inn á sjálfs­af­greiðslu­kössunum hjá Nettó í Mjódd, allt í klessu!!!,“ segir Hjörtur.

„Skannaði lamba­hrygg inn í búð sem var svo tæp­lega 1.000.- kr. dýrari á kassanum. Mjög hjálp­legur starfs­maður leið­rétti verðið en þegar ég skannað svo tikk­a masala sósu sem kostaði 284.- kr. þá var heildar­verðið komið í um 8.200.- kr.,“ segir Hjörtur, sem færði sig þá yfir á annan kassa.

„Prufaði annan kassa en sama ruglið kom upp. Loksins hafðist að fá rétt verð í gegn á starfs­manna­kassanum, heildar­verðið var 7.803.- en hefði endað í rúml. 10.400.- kr. án leið­réttingar,“ segir Hjörtur.

Færslan á Vertu á verði - eftirlit með verðlagi.

Í at­huga­semdum á færslunni voru margir sem höfðu lent í hremmingum með sjálfs­af­greiðslu­kassana.

„Af­sakið en ég á ekkert fal­legt til í poka­horninu fyrir þá sem stunda þetta sjálfs­af­greiðslu­drasl,“ segir einn.

„Það er oft sem að vörur á til­boði koma bara inn á til­boði á venju­legu kössunum en ekki sjálfs­af­greiðslu kössunum fá­rán­legt kerfið hjá þeim,“ segir annar með­limur hópsins.

Fólk ætti því að hafa augun opin þegar það fer næst í búðina.

Fleiri fréttir