Hildur Lilliendahl fékk „fallegustu gjöf í heimi“ í einangruninni

Hildi Lilliendahl Viggósdóttur, verkefnastjóra hjá Reykjavíkurborg, var komið skemmtilega á óvart á gamlárskvöld þar sem hún sat inni í einangrun vegna kóvid-smits.

„Þvílíkt andskotans ríkidæmi hjá einni konu,“ skrifaði Hildur í færslu á Facebook-síðu sinni um það þegar sonur hennar og tengdadóttir birtust fyrir utan dyrnar hjá henni þar til þess að fagna áramótunum með henni – en þó auðvitað úr hæfilegri þriggja metra fjarlægð.

„Ég á ekki bara besta manninn og synina heldur tengdadóttur líka.“

Fleiri fréttir