Helga sér eftir ósæmilegum ummælum: „Ég var ekki með sjálfri mér“

Mat­reiðslu­konan Helga Gabríela segir að hún hafi brotnað í gær og fundist hún til­neydd til að svara fólki sem var að ráðast á hana og fjöl­skyldu hennar á netinu. Eigin­maður Helgu, fjöl­miðla­maðurinn Frosti Loga­son hefur legið undir mikilli gagn­rýni í kjöl­farið að hann sagði að grín­istinn Stefán Vig­fús­son hefði gott að því „að fá högg á kjaftinn“.

Helgu var nóg boðið í gær og svaraði fyrir sig og Frosta í gær á Twitter, en hún hefur eytt færslunum. Hún segist sjá eftir að hafa svarað í sömu mynt.

„Síðast­liðið ár hefur verið eitt erfiðasta ár sem ég hef upp­lifað. Þegar fyrr­verandi kærasta eigin­manns míns á­kvað að koma opin­ber­lega fram með ein­hliða frá­sögn sína af sam­bandi þeirra sem lauk fyrir 10 árum um­turnaðist líf fjöl­skyldu minnar,“ segir Helga á Face­book.

Þegar hún kynnist Frosta árið 2014 var hann enn að jafna sig á and­legu of­beldi sem hann varð fyrir í fyrra sam­bandi. Hún segist vita nógu mikið um það mál til að vita hversu ó­sann­gjarna um­fjöllun Frosti hefur fengið.

„Eigin­maður minn axlaði þá á­byrgð á sinni eigin líðan með mikilli sjálfs­vinnu með fag­aðilum, sál­fræðingi og á­falla­þerapista. Upp úr því fór líf okkar að blómstra, við giftum okkur, eignuðumst börn og höfum síðan þá verið að ein­beita okkur að því að rækta fjöl­skylduna. Það varð okkur því mikið á­fall þegar um­rædd fyrr­verandi kærasta tók málið upp með þessum hætti, tíu árum eftir þeirra síðustu sam­skipti og málaði eigin­mann minn upp sem verstu ó­freskju,“ segir Helga.

Helga segist ekki ætlast til þess að fólk skilji hvernig það er að vera í þeim að­stæðum, að and­rúms­loftið í þjóð­fé­laginu bjóði ekki upp á að karl­maður verji sig gegn slíkum á­rásum.

„Eitt er að vera ein heima með börnin á meðan maðurinn minn fer á sjóinn og annað að upp­lifa allar á­rásirnar á hann, sem hafa verið nær linnu­lausar síðustu 10 mánuði. Ég upp­lifi þær á­rásir sem á­rásir á mig og það sem verra er, ég upp­lifi þær sem á­rásir á börnin mín,“ segir Helga.

Hún segir að hún hafi aldrei svarað fyrir sig, en í gær hafi á­kveðnu há­marki verið náð og henni fannst hún til­neydd til að svara.

„Ég svaraði í sömu mynt og ég sé mikið eftir því. Ég var ekki með sjálfri mér. Auð­vitað átti ég aldrei að svara og ég mun aldrei gera það aftur,“ segir hún að lokum.

Fleiri fréttir