Fundargestur ásakaði Katrínu um lygar: „Ég get ekki staðið hérna lengur. Þetta er lygi“

Kallað var að Katrínu Jakobs­dóttur, for­manni VG og for­sætis­ráð­herra þegar hún á­varpaði lands­fund flokksins sem fer fram á Akur­eyri. Fundar­gesturinn sakaði Katrínu um lygar og bað for­sætis­ráð­herrann manninn að yfir­gefa salinn.

Fundar­gesturinn kallaði á Katrínu að hann nennti ekki að hlusta á lygar hennar þegar hún taldi upp af­rek flokksins á kjör­tíma­bilinu. Katrín bað hann þá um að yfir­gefa salinn, sem hann sagðist ætla að gera.

„Ég get ekki staðið hérna lengur. Þetta er lygi, Lindar­hvols­málið gleymist. Þú gleymdir Lindar­hvoli,“ hrópaði maðurinn að for­manninum. Katrín svaraði að hún væri ekki búin að tala, þá svaraði maðurinn að hann „nennti ekki að hlusta á þessa hel­vítis lygi í þér.“

Fleiri fréttir