Virkir í athugasemdum velta fyrir sér hvort ríkisstjórnin sé hreinlega að kaupa sér atkvæði með nýrri eingreiðslu upp á hundrað þúsund krónur nú á lokametrum baráttunnar í kórónveirufaraldrinum.
Fjölmiðlar landsins hafa greint frá framlengingu og innleiðingu nýrra aðgerða stjórnvalda til að styðja við heimili og fyrirtæki. Á ríkisstjórnarfundi í dag var ákveðið að veita þeim sem glíma við langtímaatvinnuleysi 100 þúsund króna eingreiðslu. Má fólk eiga von á greiðslunni nú um mánaðarmótin.
Þetta er aðeins lítill hluti af tugi aðgerða sem boðaðar voru í dag en þessi ákvörðun hefur farið öfugt ofan í fjölmarga sem láta nú ráðherra heyra það. Stóra spurning dagsins er: Hvað með öryrkja?
