Er palli magg að fara í framboð?

Náttfari hefur frétt úr nokkrum áttum af miklum áhuga Páls Magnússonar, fyrrum útvarpsstjóra, á að fara í þingframboð.

Páll hefur rætt um mögulegt þingsæti við forystumenn Viðreisnar sem hafa ekki sýnt erindi Páls áhuga.

Eins hefur hann viðrað hugmyndina við sinn eigin flokk, Samfylkinguna, en Páll er fæddur inn í gamla Alþýðuflokkinn. Magnús Magnússon faðir hans var þingmaður og ráðherra fyrir kratana. Hjá Samfylkingu hafa engar dyr opnast.

Heyrst hefur að Páll hafi látið Sjálfstæðisflokkinn á Suðurlandi vita að hann sé tilbúinn að fara í framboð fyrir þá. Hann vill freista þess að ryðja Ragnheiði Elínu Árnadóttur úr vegi en hún þykir standa höllum fæti í kjördæmi sínu.

Þessi sterka þrá Páls Magnússonar eftir þingsæti vekur furðu en enginn flokkur hefur enn staðfest hvort þeir vilji nýta krafta hans til þingframboðis. Hann gæti þó enn átt eftir að banka uppá hjá Framsókn eða Vinstri grænum.

Meira framboð virðist vera af Páli Magnússyni en eftirspurn.