Ei­ríkur synir verð­muninn á papriku á Ís­landi og Tenerife og birtir kvittun: „Galið“

Fjöl­miðla­maðurinn Ei­ríkur Jóns­son birti sláandi mynd af verð­muninum á papriku á Ís­landi og á spænsku eyjunni Tenerife, á vef­síðu sinni eirikur­jons­son.is

Undan­farið hafa fréttir borist af verði á papriku á Ís­landi, en fólk hefur neyðst til að borga yfir 300 krónur fyrir eina papriku.

Ei­ríkur birti færslu eftir Sigurð Mikael Jóns­son, verk­efna­stjóra, mynd­listar­mann og fyrrum blaða­mann, en hann borgaði 384 krónur fyrir papriku.

„ Ég var að borga 384 krónur fyrir eina rauða papriku. Við erum riðin,” segir Sigurður.

Öldin en önnur á Tenerife þar sem Árni St. Sigurðs­son er og hefur Eiríkur eftir honum: „ Ég borga um það bil það sama fyrir kílóið á Tene.”

Fleiri fréttir