„Ég er bara ung kona að búa til erótískt efni“

Akureyringurinn Klara Sif Magnúsdóttir er hæstlaunaðasti áhrifavaldur lýðveldisins, með 1,1 milljón á mánuði fyrir að selja áskrifendum erótískt myndefni á vefsíðunni OnlyFans. Hún segir mikilvægt að vita hvaðan klám kemur.

„Er ég klámstjarna? Ég bý til „klám“ svo þannig séð er hægt að segja að ég sé klámstjarna, en ég lít ekki á sjálfa mig sem klámstjörnu. Ég er bara ung kona að búa til erótískt efni. Klámstjörnur eru yfirleitt vel þekkt fólk sem vinnur fyrir klámiðnaðinn. Ég vinn fyrir sjálfa mig. Sá er munurinn,“ útskýrir Klara Sif í viðali við Fréttablaðið í dag.

Í viðtalinu fer hún yfir fortíð sína, uppvöxt sinn, drauma og segir frá því af hverju hún ákvað að velja þetta sem starf í dag ásamt því að starfa á veitingastað á Akureyri, þar sem hún býr.

Klara Sif segir þó umfram allt að hún vilji vera hamingjusöm.

„Ég vil bara eitt í framtíðinni, það er að vera hamingjusöm. Ég er ekki með eitthvert svaka masterplan yfir það sem ég vil fá út úr lífinu, annað en að vera sátt við sjálfa mig og mína nánustu. Hamingjan fyrir mínum hugskotssjónum er einmitt ég og fólkið sem ég elska, saman á fagurri eyju að njóta samverunnar og lifa lífinu.“

Viðtalið er hægt að lesa í heild sinni hér.

Fleiri fréttir