Dagfari
Laugardagur 17. ágúst 2019
Dagfari

Dýralæknana verður að stöðva með góðu eða illu

Galnasta hugmynd stjórnmálamanna á Íslandi í langan tíma eru áform samgönguráðherra um að keyra í gegn 64 milljarða fjárveitingu til að gera þrenn göng á Austfjörðum. Reynslan sýnir að öll göng á vegum ríkisins hafa farið gríðarlega mikið fram úr áætlun þannig að um enn stærri fjárhæð er að ræða. Skemmst er að minnast Vaðlaheiðarganga sem áætlanir gerðu ráð fyrir að ættu að kosta um 10 milljarða en nýjustu tölur sýna að kostnaðurinn er kominn yfir 20 milljarða. Óhætt er að gera ráð fyrir að þrenn göng á Austfjörðum fari yfir 100 milljarða króna. Það er fjárfesting sem stenst engin efnisleg rök og er trúlega það allra vitlausasta sem stjórnmálamenn hafa boðað lengi. Af mörgu er þó að taka.