Daði Freyr og Gagnamagnið þakka fyrir sig

Daði Freyr og félagar hans í Gagnamagninu fögnuðu 4. sætinu í Eurovision ákaft í gær. Daði Freyr var hógvær að vanda í kveðju sinni á Twitter og sagði „4. sæti. Mér líkar“.

Liðsfélagi hans Stefán Hannesson nýtti tækifærið og fór yfir það í sögulegu samhengi hvernig Evrópa hefur stutt Ísland í gegnum tíðina en um er að ræða besta árangur Íslendinga frá því að Jóhanna Guðrún hafnaði í öðru sæti árið 2009.

Jóhann Sigurður, sem greindist með COVID-19 í liðinni viku og er enn í sóttkví, fagnaði sigrinum í „story“ á Instagram. Hægt er að fara inn á reikninginn hans hér að neðan og skoða það.

Hulda Kristín Kolbrúnardóttir fagnaði sigrinum einnig og hin og má sjá mynd af því hér að neðan.

Fleiri fréttir