Daði Freyr og félagar hans í Gagnamagninu fögnuðu 4. sætinu í Eurovision ákaft í gær. Daði Freyr var hógvær að vanda í kveðju sinni á Twitter og sagði „4. sæti. Mér líkar“.
Liðsfélagi hans Stefán Hannesson nýtti tækifærið og fór yfir það í sögulegu samhengi hvernig Evrópa hefur stutt Ísland í gegnum tíðina en um er að ræða besta árangur Íslendinga frá því að Jóhanna Guðrún hafnaði í öðru sæti árið 2009.
Jóhann Sigurður, sem greindist með COVID-19 í liðinni viku og er enn í sóttkví, fagnaði sigrinum í „story“ á Instagram. Hægt er að fara inn á reikninginn hans hér að neðan og skoða það.
Hulda Kristín Kolbrúnardóttir fagnaði sigrinum einnig og hin og má sjá mynd af því hér að neðan.
4th place! I like!
— Daði Freyr 🥑 (@dadimakesmusic) May 23, 2021
Klukkan er 5.29 í Rotterdam. Allt er þegar þrennt er. Hérna eru tvö síðustu skipti sem íslenska þjóðin sagði já. Núna sagði Evrópa já; þið eruð að tjilla og okkur finnst þið vera best, fyrir utan 3 lönd. 2017-2021. 4 ár, þrjú lönd, 4.sæti. Takk fyrir okkur. Gagnamagnið. https://t.co/uWpmr5IB5G
— Stefán Hannesson (@StefanHannesson) May 23, 2021
