Átti aldrei að geta skrifað eða teiknað

Kol­beinn Arn­björns­son leikari ólst upp við ó­vana­legar fjöl­skyldu­að­stæður, einungis um eins árs gamall fór hann í varan­legt fóstur til móður­systur sinnar. Hann á ellefu syst­kini og þrjú sett af for­eldrum. Kol­beinn fæddist með fjöl­marga fæðingar­kvilla og átti aldrei að geta skrifað eða teiknað.

Kolbeinn ólst að mestu leyti upp á Ólafsfirði. Móðir hans eignaðist hann ung, aðeins átján ára, og þegar hann var rétt um eins árs fór hann í fóstur til móðursystur sinnar og eiginmanns hennar.

„Mamma mín var bara sautján ára þegar hún verður ófrísk að mér. Sjálf bara barn,“ segir Kolbeinn. „Ég fæðist með fjölþætta fæðingargalla. Er með ofboðslega slæman barnaastma, þrálátar sýkingar í eyrum og ég hafði legið illa í móðurkviði sem olli því að vöðvafestingar greru illa saman og ég átti erfitt með að halda höfði og var í vandræðum með jafnvægi,“ bætir hann við.

„Ég var varla með fínhreyfingar í höndunum og átti aldrei að geta skrifað eða teiknað,“ útskýrir Kolbeinn en með tímanum náði hann þó góðum tökum á því.

Kolbeinn segir sögu sína í einlægu viðtali við helgarblað Fréttablaðsins. Hægt er að lesa það í heild sinni hér.

Fleiri fréttir