Ást­þór hjólar í Guðna Th: „Face­book er einn stærsti skatt­svikari Ís­lands“

Ást­þór Magnús­son, stofnandi Friðar 2000 og fyrr­verandi for­seta­fram­bjóðandi, segir að á átta árum hafa nær 50 milljarðar í aug­lýsinga­tekjum frá ís­lenskum fyrir­tækjum. Hann er ó­sáttur með að Guðni Th. Jóhannes­son for­seti Ís­lands hafi valið þann miðill til að koma skila­boðum sínum á fram­færi.

„Bíla­inn­flutnings­fyrir­tækið is­landus.is hefur í tvo ára­tugi boðið lægri verð á nýjum og ný­legum bílum frá er­lendum bíla­um­boðum. Undan­farin ár hefur Is­landus.is aug­lýst þjónustuna á Face­book eftir að banda­ríski net­miðillinn tók flesta lands­menn til sín. Meira að segja For­seti Ís­lands valdi Face­book til sam­skipta við þjóðina fram yfir Ís­lenska blogg­miðla sem margir hverjir berjast í bökkum við er­lent stór­fyrir­tæki sem heldur úti sjó­ræningja fjöl­miðlun á Ís­landi,“ skrifar Ást­þórá Vísi.

„Face­book er einn stærsti skatt­svikari Ís­lands. Á átta árum hafa nær 50 milljarðar í aug­lýsinga­tekjum frá Ís­lenskum fyrir­tækjum og stjórn­völdum flætt úr landinu að stórum hluta til Face­book sem heldur úti skúffu­fyrir­tæki á Ír­landi og greiðir ekki krónu til Ís­lensks sam­fé­lags, hvorki VSK né aðra skatta,“ bætir hann við.

Ást­þór segir að Face­book sé ekki meða neina­starfs­menn á Ís­landi þrátt fyrir að vera stærsti fjöl­miðill landsins.

„Ís­lendingar eru hafðir að fíflum með engri þjónustu á móður­málinu og til­viljana­kenndum fasískum að­gerðum í gegnum hring­rás frá er­lendum Ekki­Má­Svara (NoR­eply) net­föngum. Þannig hefur Face­book nú bannað Is­landus.is að aug­lýsa sín góðu til­boð á Mercedes Benz bílum sem í sumum til­fellum geta sparað neyt­endum milljónir króna.“

„Í síðustu einka­þotu­ferð sinni til Ís­lands mengaði Zucker­berg ekki að­eins Ís­lenska náttúru með CO2 út­blæstri frá skatta­skjóls olíu­kaupum sínum, hann er nú einnig að brjóta Ís­lensk sam­keppnis­lög Nr. 44/2005 og hefur komist upp með það mánuðum saman. Face­book svarar engum fyrir­spurnum um málið á mál­efna­legum nótum, ein­hver úr­kynjuð tölvu­menni eða Fés­bóka­draugur eins og sumir kalla það virðast al­farið stjórna fyrir­tækinu. Bréfi lög­manns sem var sent 15 ágúst s.l. til Meta Face­book skúffu­fyrir­tækisins á Ír­landi sem sagt er bera á­byrgð á Ís­lensku starf­seminni var ekki svarað,“ skrifar Ást­þór.

„Starfs­menn Dóms­mála­ráðu­neytisins í Reykja­vík virðast standa á gati og segjast ekki vita hvernig þeir geti haft sam­band við Face­book. Nú lætur is­landus.is reyna á þá leið að stefna Meta Face­book fyrir dóm á Ír­landi.“

„Í gegnum vef­síðu Evrópu­sam­bandsins og þar­lendra stjórn­valda verður stofnað dóms­mál með skaða­bóta­kröfu fyrir hverja þá aug­lýsingu sem Face­book ill­mennið hefur lokað fyrir með ó­lög­mætum hætti. Þetta er kannski eina leiðin til að ná ein­hverju vit­rænu sam­bandi við þetta fá­rán­lega fyrir­tæki sem tröll­ríður hér húsum og blóð­mjólkar Ís­lenskt sam­fé­lag.“

„Ís­lensk stjórn­völd þurfa að grípa til að­gerða og koma lögum yfir sjó­ræningja­starf­semi Face­book sem með ó­á­byrgri rit­stjórnar­stefnu ógnar bæði heil­brigðum við­skipta­háttum og lýð­ræðis­um­ræðu í landinu. Face­book er í dag með ráðandi stöðu á aug­lýsinga­markaði og í þjóð­fé­lags­um­ræðu á Ís­landi.“

„Þetta er gengið svo langt að sam­skipti For­seta Ís­lands, ráða­manna, ráðu­neyta og margra Ís­lenskra stofnana bæði al­mennar til­kynningar og aug­lýsingar fara nú að stórum hluta um Face­book rit­skoðun í banda­ríkjunum. Á augna­bliki geta illa upp­alin tölvu­menni Face­book tekið uppá því að loka fyrir sam­skiptin og ein­staka stofnanir þjóð­fé­lagsins Þannig hefur t.d. Face­book rit­skoðun í dag lokað fyrir frétta­flutning ís­lensks fjöl­miðils frá Úkraníu,“ skrifar hann að lokum og á þar við um Ernu Ýr blaða­mann frettin.is

Fleiri fréttir