Viðskipti

Viðskipti með Jóni G. í kvöld:

Bogi Nils hjá Jóni G. í kvöld: Ánægjulegt að sjá íslenskt flugfélag koma inn á markaðinn

Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, er gestur Jóns G. í kvöld og þar fer hann yfir uppgjör þriðja ársfjórðungs hjá félaginu og stóru myndina sem blasir við í samkeppninni í fluginu. Icelandair Group skilaði 7,5 milljarða króna hagnaði á þriðja ársfjórðungi. Þrátt fyrir það gengur afkomuspá ársins út á tap, annað árið í röð. „Það er auðvitað ekki viðunandi að félagið tapi tvö ár í röð,“ segir Bogi Nils.

Viðskipti með Jóni G.

Ingibjörg Steinunn í PrentmetOdda: Prentiðnaðurinn gróðursetur daglega á svæðum á stærð við 1.500 fótboltavelli

Á meðal þess sem fram kemur í samtali Jóns G. við þau hjón Guðmund Ragnar Guðmundsson og Ingibjörgu Steinunni Ingjaldsdóttur, eigendur PrentmetOdda, er hversu grænn prentiðnaðurinn er á Íslandi sem hversu mikið prentiðnaðurinn í Evrópu leggur upp úr að planta trjám.

Viðskipti með Jóni G. kl. 20:30 í kvöld:

Guðmundur og Ingibjörg keyptu Odda: Stofnuðu Prentmet á brúðkaupsdeginum sínum

Hjónin Ingibjörg Steinunn Ingjaldsdóttir og Guðmundur Ragnar Guðmundsson, eigendur PrentmetOdda, eru gestir Jóns G. í kvöld. Þau segja frá kaupum Prentmets á prentsmiðjunni Odda fyrir hálfum mánuði og stöðunni í prentiðnaðinum í Evrópu sem er með allra grænustu atvinnugreinum álfunnar. Þau hjón kynntust í Háskólanum á Bifröst fyrir rúmum þrjátíu árum og gengu síðan í það heilaga 4. apríl 1992. Merkisdagur; þau stofnuðu Prentmet á brúðkaupsdeginum sínum. Og viti menn; þau slepptu brúðkaupsferðinni en hófust strax handa í hinu nýstofnaða fyrirtæki. Athafnafólk.

Viðskipti með Jóni G. í kvöld:

Sigurður Viðarsson, forstjóri TM, hjá Jóni G. - Sala eigna og þriggja milljarða hlutafjárútboð til að fjármagna kaupin á Lykli

Sigurður Viðarsson, forstjóri TM, er gestur Jóns G. í kvöld. Þeir ræða stórkaup TM á fjármálafyrirtækinu Lykli sem fjármagna bæði bíla og tæki. Fram kemur að TM fjármagnar kaupin með nýju þriggja milljarða króna hlutfjárútboði, þar sem núverandi hluthafar hafa forkaupsrétt í fyrstu umferð - sem og með sölu eigna. Sigurður fer yfir þessi kaup með Jóni G. og hvaða áherslubreytingar eru hjá TM með þessum kaupum. Lykill er með um 32 milljarða í útlánum og áætlað er að það sé um 15% af bíla- og tækjalánum, auk þess sem Lykill býður upp á rekstrarleigu og langtímaleigu.

Viðskipti með Jóni G. í kvöld:

Finnur Árnason, forstjóri Haga, hjá Jóni G. - Viðskiptavinir Haga vel á þriðju milljón hvern mánuð

Finnur Árnason, forstjóri Haga, er gestur Jóns G. í kvöld. Þeir ræða hinu hörðu samkeppni sem ríkir á matvörumarkaðnum. Nýjar áherslur Haga og hálfsársuppgjörið sem birt var í síðustu viku. Þrátt fyrir að Högum hafi verið gert af Samkeppniseftirlitinu að fækka verslunum og bensínstöðvum með kaupunum á Olís hefur velta Hagkaupa, Bónus og Olís, hvers um sig, hækkað. Fram kemur að viðskiptavinir Haga eru vel á þriðju milljón á mánuði! Þá fara þeir Jón G. og Finnur yfir hugmyndir Haga um nýtingu nokkurra þekktra lóða Olís undir sambland af íbúðabyggð, Bónusverslunum og Olís-stöðvunum. Hagar hafa unnið að þessum tillögum í samtölum við borgaryfirvöld um nokkurt skeið. Þetta er yfirgripsmikið viðtal við Finn en inn í spjall þeirra Jóns G. blandast umræða um leikritið Atómstöðina. En Ebba Katrín, dóttir Finns, hefur slegið í gegn í hlutverki Uglu.

NÝ VERÐKÖNNUN: Costco eða Krónan? – Þú getur sparað góðan pening!

Hringbraut hefur birt eina verðkönnun á nokkrum vörum hjá Costco og Krónunni og birtir hér nýja könnun með fleiri vörum. Í langflestum tilfellum er verðið lægra hjá Costco, en það verður að hafa í huga að í flestum tilfellum þarf að versla meira magn inn í einu af hverri vöru í Costco. Mesti verðmunurinn er á Kikkoman Soja sósa, en lítrinn kostar 589 krónur í Costco en 2660 krónur í Krónunni. Þá er minnsti verðmunurinn á Schweppes Tonic, eða 1,3 prósent, drykkurinn er ódýrari í Krónunni. Hringbraut mun halda áfram að birta verðkannanir á næstu dögum.

Viðskipti með Jóni G. kl. 20:30 í kvöld:

Alda Sigurðardóttir, frkvstj. Vendum: Hættan við að gera besta sérfræðinginn að stjórnanda

Alda Sigurðardóttir, eigandi og framkvæmdastjóri Vendum, er gestur Jóns G. í kvöld. Þau ræða meðal annars muninn á aga íslenskra og erlendra stjórnenda. Hvernig eigi að tækla erfið starfsmannaviðtöl, mannaráðningar og ekki síst þegar besti sérfræðingur er gerður að yfirmanni og stjórnanda.

Viðskipti með Jóni G. kl. 20:30 í kvöld:

Pétur Már Halldórsson, Nox Medical, hjá Jóni G.: Stórsókn Nox Health gegn svefnleysi

Pétur Már Halldórsson, framkvæmdatjóri Nox Medical, er gestur Jóns G. í kvöld. Nox Medical og Fushion Health sameinuðust nýlega undir hatti Nox Health og hyggur fyrirtækið á verulegt markaðsátak á næstunni. Velta hins sameiginlega fyrirtækis er um 4 milljarðar króna á ári en með því að samnýta krafta sína - sem og að taka inn nýtt hlutafé á dögunum frá Alfa Framtaki upp á 1,2 milljarða króna - gera stjórnendur fyrirtækisins sér vonir um vænlegan vöxt á næstu árum.

Hlutabréfaverð Icelandair snarhækkar

Gengi bréf Icelandair hafa tekið mikinn kipp eða um tæplega 18 prósent í fyrstu viðskiptum í Kauphöllinni í morgun. Gengi bréfanna er 6,69 krónur á hlut. Þetta kemur fram á vef Fréttablaðsins.

Viðskipti með Jóni G.

Svava Johansen fer á kostum hjá Jóni G: „Ég er með austfirskt kaupmannsblóð í æðum!“

Svava Johansen, kaupmaður og eigandi NTC, fer á kostum í þætti Jóns G. og kemur víða við í skemmtilegu spjalli. Hún segist eiga rætur á Höfn í Hornafirði og Reyðarfirði og sé komin af afathafnamönnum fyrir austan. „Pabbi elskaði Reyðarfjörð,“ segir Svava.

Traust er helsti gjaldmiðillinn: Aðalheiður Ósk, form. Stjórnvísi, hjá Jón G.

Bylting í tökum á knattspyrnuleikjum: Guðjón Már í OZ hjá Jóni G.

Hörkukeppni við Google. Vilborg Helga, forstjóri Já, hjá Jóni G. í kvöld

Opnun Marriot hótelkeðjunnar tefst og kostnaður hækkar: „Það veldur okkur engum áhyggjum - Ég held að þetta fari allt vel”

„Græddi tæpar 15 milljónir á dag. 616 þúsund á tímann. Rúmar 10 þúsund á mínútu. 171 króna á sekúndu“

Bjarni Ármannsson hjá Jóni G. í kvöld: Iceland Seafood á aðallista Kauphallarinnar í lok mánaðarins

Grímur Sæmundsen hjá Jóni G. í kvöld: Gjörbreytt landslag í bókunum ferðaþjónustunnar

Ásmundur vísar umræðum um óeðlilegar greiðslur á bug: „Stjórnendur Upphafs sömdu aðra kostnaðar­áætlun innanhúss sem hefur ráðið för og virtu okkar mat að vettugi“

Hrund Rudolfsdóttir, forstjóri Veritas Capital, ræðir verðmyndun lyfja við Jón G. í kvöld

Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka, í öflugu viðtali hjá Jóni G. í kvöld